- Project Runeberg -  Rómeó og Júlía; sorgleikur (tragedia) /
74

(1887) Author: William Shakespeare Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

en þú nú hefir hèðan burt af raunum. —
Gakk, fóstra, fyrri, heilsa þinni húsfrú,
bið hana fljótt að reka menn til rekkna,
og raunir hússins munu til þess styðja.
Brátt kemur Rómeó.

Fóstr.: Drottinn minn hinn dýri,
eg gæti unað hèr í alla nótt
við góða ræðu; gott er að vera lærður! —
Eg segi, herra, frúnni að þið finnist?

Róm.: Já, gjör það; bið þá ljúfu að búa mèr
til skarpa ræðu.

Fóstr.: Hèr er hringur einn, sem
hún sendir yður; hraðið yður, herra,
þèr verðið ella allt of seinir fyrir.

(Fer.)

Róm.: Nú vex mèr von og huggun hvaðanæfa.

Lár.: Far heill; af stað, og gæt þess um fram allt
að fara burtu fyr en verðir byija,
eða’ ekki fyr en birtir, huldu höfði.
í Mantúuborg þú bíður unz eg sendi
þinn eiginn svein að segja þèr hvað við ber,
og heillavænlegt hvað af hverju gerist.
Gott kvöld, þó seint sè; sel mèr hönd, far vel!

Róm.: Ef gleði allrar gleði’ ei ginnti mig,
þá gremdist mèr, svo brátt að kveðja þig.
Far vel!

(Þeir fara.)

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 16:27:18 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/romeoogjul/0080.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free