- Project Runeberg -  Rómeó og Júlía; sorgleikur (tragedia) /
76

(1887) Author: William Shakespeare Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

og ónærgætið ölhan mundi þykja —
þèr heyrið, ef við hefðum mikinn fagnað,
svo náskyldur sem hann var okkar húsi;
við bjóðum því ei nema vildis-vinum,
og verum þar með ánægð. Nú, hvað segið
þèr þá um fimmtudag?

Par.: Um fimmtudaginn?
Eg vildi helzt, minn herra’, hann kæmi’ að
morgn.

Kap.: Gott! farið vel; á fimmtudag það grerist. —
En finn þú hana áður en þú háttar.
og undirbú með henni brúðkaupsdagmn.—
Far heill minn herra! — Heyrið, lýsið okkur! —
Eg hygg svo orðið seint, að seon hvað líður
við segja mættum snemma.—Góðar nætur!

(Þau fara)

5. atriði.

Herbergi Júlíu.
(Rómeó og Júlía.)
Júl.: Og þú vilt fara, og þó er langt til dagsms.
Lævirkinn þegir, það er næturgalinn,
sem hræðir eyru þín með hljóðum sínum;
hann syngur alla nótt í aldintrènu;
já, ástvin, trú mèr, það er næturgalinn.

Róm.: Nei, lævirkinn, sem boðar birtu dagsins.
Sjá, elskan mín, þær öfundsfúku rákir,
sem brydda gulli bólstrin neðst í austri;

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 16:27:18 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/romeoogjul/0082.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free