- Project Runeberg -  Rómeó og Júlía; sorgleikur (tragedia) /
78

(1887) Author: William Shakespeare Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

Júl.: Já, fóstra.

Fóstr.: Þín móðir, frúin, ætlar inn til þín.
Það birtir; vertu vör um heiður þinn.

(Fer.)

Júl. (lýkur upp glugganum): Nú víkur lífið út, en birtan inn.

Róm. (fer niður.): Lif heil, lif heil! einn koss, egfer
nú frá þèr.

Júl.: Æ, ferðui ljúfi hjartans vinur, frá mèr?
Hvern dag og tíma hlýt eg frá þèr heyra,
því hver ein svipstund er mèr jafnlöng viku,
og eptir því þá verð eg æfa-gömul,
er auðnast mèr að sjá minn ljúfa Rómeó.

Róm.: I nyt skal eg mèr sèrhvert færi færa,
að frèttir berist til þín, hjartans kæra!

Júl.: Æ, heldur þú við munum optar mætast?

Róm.: Eg held það víst, og okkar mikla mæða
mun verða þá að sætu umtalsefni.

Júl.: Guð hjálpi mèr! minn hugur spáir illu;
mèr sýnist, er eg sè þig þarna niðri,
eg sjái liðinn mann á grafarbotni;
mèr bregðast augun, eða þú ert bleikur.

Róm.: Mèr sýnist eins, mín ljúfa. Sorgarjel
oss sogar blóð úr æðum. Lifðu vel!

(Fer.)

Júl.: Ó, lukka, lukka! lauslynd ertu kölluð,
og hvað vilt þú með þann, sem er svo tryggur,
ef þú ert lauslynd? vertu, lukka, lauslynd,
og lát mig vona að fá hann bráðum aptur
frá þinni hendi.

Frú Kap.: Heyrðu, ertu risin?

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 16:27:18 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/romeoogjul/0084.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free