- Project Runeberg -  Rómeó og Júlía; sorgleikur (tragedia) /
79

(1887) Author: William Shakespeare Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

Júl.: Hver kallar til mín? er það móðir mín?
Svo seint á fótum, eða árla risin?
hver óvænt orsök heimtar hana hingað?

Frú K. (kemur inn): Ná, dóttir, hvernig ertu?

Júl.: Ekki frísk.

Frú K.: Þú grætur sí og æ þinn fallna frænda;
þú vilt hann fljóti’ úr gröfinni með grátstraum!
og þótt þèr tækist það, þèr tekst þó aldrei
að tendra ì hann lífið; hættu þessu,
því hófleg sorg ei sannar skort á elsku,
en sorg úr hófi mikinn vizku skort.

Júl.: Svo sáran missir má eg til að gráta.

Frú K.: Sá missir særir þig en ekki hann,
sem grætur þú.

Júl.: Æ, lát hans svo mig særir,
að eg get aldrei hætt að harma vin minn.

Frú K.: Þèr finnst víst ei hans fall eins sárt og hitt,
að fanturinn, sem drap hann, skuli lifa.

Júl.: Hver? fantur?

Frú K.: Þessi fantur, Rómeó.

Júl. (afsíðis): Nei, milli hans og fants er mikill vegur.—
(hátt) Guð fyrirgefi honum, eins og eg
af öllu hjarta gjöri; þó að enginn
líkt honum hafi hjarta mínu grandað.

Frú K.: Af því að þessi þræl-morðingi lifir.

Júl.: Og það svo fjarri handargreipum mínum;
eg vildi’ eg ætti ein að hefna Tíbalts.

Frú K.: Við skulum hefna, vertu alveg viss,
og gráttu ei; eg sendi mann til Mantúu,
eg trúi hinn seki hafi þar nú hæli,
og læt þar blanda beiskar dreggjar karli,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 16:27:18 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/romeoogjul/0085.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free