- Project Runeberg -  Rómeó og Júlía; sorgleikur (tragedia) /
83

(1887) Author: William Shakespeare Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

einn og hjá öðrum, utanhúss og heima,
í vöku og svefni heila hugarfar mitt
var hana að gipta: nú er fenginn maður,
af fursta blóði, stórauðugur, ungur
og uppalinn með prýði, svo að honum
er, sem menn segja, allt til lista lagið,
sem nokkrum manni maður vildi óska;—
og nú er hèr eitt vælu-vellu-tötur,
sem volar í því lukkan hlær á móti; —
„eg vil ei giptast, — get ei elskað enn þá—
eg er svo ung — æ, fyrirgef mèr, faðir!" —
Jú, fyrirgefið skal það, ef þú vilt ei:
ver hvar þú vilt, þú verður ei hjá mèr.
Gæt að! lítt’ á! eg leik mèr ei að gamni.
Dagurinn nálgast, legg nú hönd á hjarta
og hugsa ráð þitt; sèrtu mín, þá vittu
eg gef þig mínum vini; viljirðu’ annað,
þá farðu, sníktu, drepstu’ úr húsgangs-hor,
Því aldrei skal eg úr því kannast við þig
og aldrei færðu’ af mínu eina nurtu.
Gæt að þèr! trú mèr, orð mín skal eg efna.

(Fer.)

Júl.: Býr engin miskunn ofar skýjum himins,
sem horfir nú til botns á hörmung minni?
Æ, hjartans-móðir, hrind mèr ekki frá þèr,
frest gipting minni mánuð! — eina viku? —
en ella lát mèr búa brúðar hvílu
í blökku skoti, þar sem Tíbalt liggur.

Frú K.: Tal’ ei til mín, eg svara engu orði;
far þinna ferða, þú ert laus við mig.

(Fer.)


<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 16:27:18 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/romeoogjul/0089.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free