- Project Runeberg -  Rómeó og Júlía; sorgleikur (tragedia) /
84

(1887) Author: William Shakespeare Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

Júl.: Æ, hvernig get eg forðast þetta, fóstra?
í heimi á eg mann, á himnum eið minn,
en hvernig kemur eiðurinn nú ofan
með öðru en því, að maðurínn minn farí
til himna’ ogsendi hann?—Ó, ráð mèr, styrk mig!

Ó, vei, að Herrann skuli beita brögðum
við breyzka skepnu’ og auma, líkt og eg er.
Seg, fóstra, átt þú ekkert orð sem gleður
og huggar míg?

Fóstr.: Eg held það: Rómeó
er útlagi, og veðja skal eg veröld;
hann vogar aldrei hingað þig að saekja,
og komi hafln, þá kemur hann sem þjófur.
Og þar eð allt er þannig, nú sem stendur,
þá finnst mèr bezt þú giptist þessum greifa.
Ó, þar er ástúðlegur yngismaður!
því Rómeó er ræfils grey hjá honum;
svo eldsnör augu, hvöss og hýr og fögur
á enginn örn, sem París; finnst þèr ei
hinn seinni góður, blóta mèr í bræði,
já, betri þessum fyrra ; eitt er handvíst,
að þótt hann lifði, er hann eins og dauður,
því engin not fær þú af honum framar.

Júl.: Þú talar víst af hjarta?

Fóstr.: Og hug og sálu,
mig eigi annars skrattinn!

Júl.: Amen.

Fóstr.: Til hvers?

Júl.: Já, það var hjartnæm huggun, sem þú gafst mèr!
Gakk inn og segðu móður minni eg fari
til Lárenz munks, að líða harðar skríptir

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 16:27:18 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/romeoogjul/0090.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free