- Project Runeberg -  Rómeó og Júlía; sorgleikur (tragedia) /
85

(1887) Author: William Shakespeare Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

og lausn fá aptur sakir þrjózku minnar
við föður minn.

Fóstr.: Eg fer. — Nú, það var ráðið.

(Fer.)

Júl.: Ó, forna víti, versti hrekkja fjandi! —
Er meiri synd að tæla mig í tryggðrof,
en tala skammarorð um bónda minn,
með sömu tungu er hóf hann hátt til skýja
víst hundrað sinnum áður? — Burt með ráð þín! —
Mitt hjarta’ og þú upp hèðan verður tvennt! —
Til munksins! hann kann bót í böli eygja,
og bregðist allt, þá hef eg þrek að deyja.

(Fer.)

IV. þáttur.

1. atriði.

Klefi Lárenz.

(Lárenz og París koma.)

Lár.: Á fimmtudag? mèr finnst sá tími stuttur.
Par.: Já, faðir okkar, Kapúlett, því ræður,
og ákefð hans eg hirði sízt að letja.

Lár.: Þèr segizt ekki vita hennar vilja;
mèr virðist málið ógreitt; lízt ei á það.

Par.: Hún harmar langt úr hófi dauða Tíbalts,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 16:27:18 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/romeoogjul/0091.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free