- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Annad Bindi /
297

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

298 UM ÖlíNEFNI í ÞÓRNES ÞÍNGI.

297

Sem viðauka1 við Skýríngamar yfir örnefnin í Eyrbyggju og
Landnámu liofi eg getað graíið þetta upp-.

Ásmundarleiði. það er í svokölluðumÁxlarhólurn, fyrir
ofan gamla bæjarstæðið í Öxl, því eptir daga Axlar-Bjarnar var
bærinn fluttr þángað sem liann nú er, að innanverðu undir
Axlarhyrnu; áðr var hann að utanverðu undir hyrnunni, skammt,
frá hrauninu, og lá vegrinn þá um hlaðið á Öxl og yfir um
hraunið, ofan á Hraunlandarif, og er hann stundum farinn enn.
Fyrir leiðinu sér vel, og hefir það verið stórt, en er nú sigið,
svo að ógjörla sést livað stórt það hefir verið upphafiega.

Brenníngr. Mér hefir verið sagt, að svo sé kallað enn
lítið svæði milli Stapafells og hraunsins á Sölvahamri, og að
þai’ sjáist enn fyrir rústum. petta hefi eg samt ekki getað
skoðað sjálfr, og liefi því einúngis annara sögusögn fyrir því.

Digrimúli er eflaust það, sem nú er kallaðr Moldarmúli,
fyrir ofan Fróðá, því hitt nafnið þekkist ekki; það er hár og
^reiðr múli; í dalverpinu að vestanverðu við hann rennr Fróðá,
°S þeim megin er vegrinn fram á Kambsheiði, eða, sem það
1111 er kallað, Kambsskarð. Að austanverðu við múlann er vegrinn
UPP á Fróðárheiði.

Dögurðará, sem landnám Auðar náði að, yzt móts við
landnám Kjallaks, má eg fullyrða ekki þekkist með þessu nafni
nú2, ef það ekki er Hvammsá, því af Landnámu má sjá, að
hún er milli Ketilstaða og Hvamms.

Gotalækr. Að vestanverðu við Hólmkelsá, fyrir neðan
Búr-fell, er eyðiból, sem kallað er Gotastaðir eða Goddastaðir. Jpar
sJást enn tóptir af bænum, og tún hefir verið þar ekki lítið.
^ið túnfótinn rennr lækr, sem kallaðr er Gotastaðalækr, og mun
þetta eyðibýli vera það, sem Landnáma kallar Gotalæk3.

’) sjá „Skýríngar yfir örnefni í Landnámu og Eyrbyggju, að svo miklu
leyti, sem við kemr þórnes þíngi hinu forna", eptir Áma
Thor-lacius. Safn til sögu íslands og íslenzkra bókmenta að fornu og
n>ju, bls. 277—296. Viðaukarnir eru eptir bréfi höfundarins til
for-seta Bókmentafelagsdeildarinnar í Iíaupmannahöfn 6. Marts 1861.
’) sbr. þó örnefnalýsing sira þorleifs íHvammi; hann segir nafnið kunnugt
ftá foruöld . . . ltgil milli Teigs og Ketilstaða". þessi örnefnalýsíng
a Ini"1 verða prentuð innan skamms i ritsafni þessu.
) sbr. Skýríngar yfir örnefni í Bárðar sögu og Víglundar, hér á eptir bls. 303.

Safn u. ->n

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/2/0309.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free