Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
326 ÖBNEFNI í SNÓKSDALS SÓKN.
til; urðu þá livor Hrafnabjörgin XXV hundruð, en Seljaland
X hundruð; það býli mun hafa byggt verið á fyrra hluta
seytjándu aldar, og látið heita svo, þar það var byggt í
sel-landi Hrafnabjarga, en ekki í heimalandi. Nú eru allar
þessar þrjár jarðir taldar eptir nýju mati um XLV liundruð.
Hörðaból, sjá Hörðabólstað.
Kollugróf í Hólslandi vita menn nú ekki með vissu hvar er,
■en líkindi virðast til, að hún sé lág nokkur í svo kölluðum
Trigli, gegnt Hrafnabjörgum, framanvert við
Skógarmanns-gil, þar sem eru fornar mógraíir víða um lágina.
Kornamúlagil; þar er enn landamerki milli Hlíðar og
Hrafna-bjarga, og heldr nafni sínu, en það dregr nafn af
Korna-múla, sem gengr fram rnilli þessa gils og Bæjardals, upp
uridan Hrafnabjörgum. Neðanvert við þetta gil er
Korna-múlakot, eyði-hjáloiga; þar er nú stekkr frá fremri
Hrafna-björgum.
Laugadalr, sá dalr gengr til útsuðrs fram af Hörðadal, upp
að Sópandaskarði, og sést af Laxdæla sögu, að hann hefir í
fornöld verið kallaðr Hörðadalr framúr, en síðar verið
kenndr við bæinn Lauga (sem síðar er nefndr). þessi dah’
er Túngu og Hrafnabjarga land.
Laugar; þetta er eyðijörð á Laugadal, að vestanverðu í
Hrafna-bjarga landi; þessi jörð var byggð 1393, og mun hafa verið
það löngu fyr, en nær hún hafi lagzt í eyði vita menn
ekki, þó það sé líklegast, að það hafi orðið í plágunni miklu,
eptir 1400. í því landi, sem Laugum hefir tilheyrt, var
Seljaland byggt, eins og áðr er sagt. J?að segja menn, að
kirkja eða bænhús hafi verið á Laugum; og er all-líklegt, að
þar hafi verið það bænhús, sem átti skóginn í Pálsholti
(sem síðar verðr getið), en það haíi ekki verið á
Hrafna-björgum, því menn hafa ekki getið þar um nokkurt bænhús.
Bærinn Laugar hefir dregið nafn af fornri laug, sem hefir
verið skammt fyrir neðan bæinn.
Markgróf; hún er mitt á milli Hrafnabjarga og
forgeirstaða-hlíðar, og eru enn landamerld haldin milli téðra jarða 1
miðri grófinni.
Mjófidalr; hann liggr út úr Sópandaskarði til vestrs, móts
við Austrárdal, sem gengr inn af Hítardal; þessi dalr er 1
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>