Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
327 ÖBNEFNI í SNÓKSDALS SÓKN.
Hrafnabjarga landi, og falla vötn af honum suðr til
Lánga-vatnsdals.
Pálsholt; það heitir svo enn í dag; og er það stórt holt í
Álfatraða landi, nrest fyrir utan Skraumu, ofanvert við
götuna, sem liggr út með sjónum; þar átti bænhúsið á
Hrafnabjörgum, eða Laugum, allan skóg 1393, en nú er
gjörvallt holtið fyrir löngu orðið hríslaust.
Skjaldargil; það gil fellr sunnanvert við Skjaldhamar, sem
réttin stendr á, og ofan undir Skjöldinn, sem kallaðr er,
er bæði gilið og hamarinn draga nafn af. Nú heitir gil
þetta Hestagil, og á Hóll land að því, ofan eptir fjallinu,
þar til annað gil tekr sig upp í neðanverðri hlíðinni. Lítið
utar úr því ræðr það gil landamerkjum niðr til
Hörða-dalsár, eptir því sem nú er talið.
Þorgeirstaðahlíð; þessi jörð hefir verið hálf Snóksdals kirkju
eign, en hálf konúngs eign, þar til sú hálílenda var seld
1838; síðan-er hún bænda eign. Jörðin hefir að undanförnu
verið talin X hundruð, en nú rúm VIII hundruð.
Þi’epskjöldr1; það er steinbogi í hlíðinni undir hömrunum,
milli Snóksdals og Hamraenda; og eru við hann landamerki
milh greindra jarða.
’) í Vilkins máldaga: J>verskjöldr.
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>