- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Annad Bindi /
329

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

330 VARNARTtlT GUÐBRANDS BISKUPS.

329

biskup litlu áðr, að nú liafi menn verið í 4 ár að brjótast við
að semja ordinanziu, og lítt áunnizt. Sé nú þessi 4 ár talin frá
1598, þá hefir Guðbrandr biskup ritað þetta varnarrit sitt 1602.
]?að sumar kom út Enwold Kruse afWÍDgegaard með hirðstjórn,
og var hér þartil hann sigldi um sumarið 1605, en Herleifr Daa
kom út sumarið eptir (1606). fykir mér nú sennilegast, að
Guð-brandr biskup hafi sent Enwold Kruse þetta varnarrit sitt, bæði
af þeim rökum, er nú var sagt, og öðrum fleirum. |>á var
Jó-hann Bokkholt frá, er lengi var biskupi erfiðr; biskup hefir því
ætlað sér að koma sér við hinn nýja hirðstjóra, og fer því að
fræða hann um málefni sín. Guðbrandr biskup hefr upp
varnar-rit sitt á því, að hann þykist gánga að því vakandi, að hinn
sami óðr muni verða þulinn fyrir binum nýja höfuðsmanni, sem
fyrir hinum fyrri hirðstjórum, og nefnir bann til þess Pétr
Tóm-asson, Hinrik og Brostrup, og síðan segir hann: upar fyrir
þrengir mig nauðsyn til, að láta góða menn fá eina rétta (og)
satma undirvisun um öll þau kónglegrar majestatis bréf, sem eg
hefi útvegað inn í landið, síðan eg kom í þetta embætti, mér til
afsökunar i hjá öllum sanngjörnum dánumönnum". Nú er vér
gæturri að því, hverir voru höfuðsmenn á þeim tíma, er hér ræðir
þá er fyrstr Jóhann Bokkholt frá 1570 til 1587, þá Pétr
Tómasson frá því um haustið 1587 og til þess er Lárus Kruse
kom út fyrir þíng um sumarið 1589; Lárus Kruse sigidi héðan
um haustið 1590, og Hinrik Krag kom út með hirðstjórn um
sumarið 1591 og hafði hér hirðstjórn fjóra vetr, þá kom Brostrup
Giedde út um sumarið 1595 og var hér tvö ár, þá varð Jóhann
Bokkholt aptr hirðstjóri 1597 og þar til 1602, þá tók hirðstjórn
Enwold Kruse og sigldi héðan um haustið 1605 og setti eptir
Enwold Kristjánsson. Um sumarið eptir kom Herluf Daa, og
hafðí hér hirðstjórn frá því 1606 til 1619. Nú þarf eigi lengra
fram að telja. Ætlum vér, að þar sem Guðbrandr biskup nefnir
tJíi Þrjá: Pétr, Hinrik og Brostrup, en eigi þá Jóhann og Lárus,
beri það til, að Jóhann var mikill óvinr biskups, en Lárus
Var hiun mesti vin hans, og fylgdi fast að því á alþíngi 1590,
að þeir Guðbrandr biskup og Jón lögmaðr sættist, og því hafi
biskup talið hann frá fyrir vináttu sakir, enda gat enginn sagt,
biskup hefði verið affluttr við lianu. Nú er ólíklegt, að biskup
nefði eigi tilnefnt Enwold Kruse, ef hann hefði sent Herluf Daa
varnarskjal sitt, því enga ástæðu hafði biskup til að sleppa honum,
Safn u. 22

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/2/0341.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free