- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Annad Bindi /
352

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

330

330 VARNARTtlT GUÐBRANDS BISKUPS. 352

Um kristinrétt og ordínanzíu kóngsins.
Um kristinrétt er ekki annað að segja en það: þar vill
enginn svo sem annar; einn vill hann sé aftekinn með öllu,
annar vill hann sé haldinn með öllu. Sumir vilja kóngsins
ordínanzía, sú veraldlega, sé samþykkt, og hvað hér hlýðir ekki
uppá vor lög né landskap, það skuli umhreytast; sumir eru þeir,
sem ekki vilja neina ordínanzíu hafa né skikka láta, heldr að
þessi tvídrægni sé og haldist, svo það megi vera lög, sem þeir
vilja og þeim er geðfelt, það ólög, sem þeim er á móti og þeim
er ekld geðfelt. petta ósamþykki og þessi tvídrægni hefir nú
varað í L ár í landi, og að slíkt mætti leiðréttast, og svo menn
ráfuðu ekki í þeirri þoku sem blindir menn, heldr að hér mætti
gjörast einhver góð staðföst skikkan, hvar eptir leikir og lærðir
ættu að skikka sér, þá var þetta fyrir nokkrum árum undirréttað
fyrir kóngl. maj. Hans náð bífalaði þetta efni höfuðsmanni yfir
landit; en af því hann tók þetta ekki mjög sárt, þá lét hann
það fara, svo kóngsbréf datt undir bekk, og hefir ekki sézt síðan.
|>á kom enn annað kóngsbréf til Jóhanns Buchholts; hann skyldi
taka til sin biskupa báða og lögmenn, og samsetja eina orðu
eða kristinrétt. En livernig sú kóngs skipun liefir öktuð verið,
og hvað þar um hefir gjört verið, það er sjón sögu ríkari, nema
það J>órðr lögmaðr hefir með nokkrum góðum mönnum
saman-tekið svo sem til nokk[ur]rar myndar; en hver hefir af öðrum þessu
gegnt, svo til gagns sé, veit eg ei, og ei veit eg nær það
mun verða; kann ske þegar kóngl. maj. skipar það nú i þriðja
eða fjórða sinn’. Svo öktum vær hér sumir kóngsbréf og sldp-

það er eigi hægt aö vita, hvcrt þaö hið fyrra bref hefir verið, er
Guð-brandr biskup segir að höfuðsmaðr hafi stúngið undir stól. í bréfi
29. marz 1560 (sjá P. Hist. eccl. HL, 13. B. og Magn. Ifet. II., 7.)
er biskupum eiginlega fyrst boðið að semja „ordínanzíu" uiu refsíngai’
þær, er sakir í kristnum rétti varða, einkum hórsakir. En hvorki
Guðbrandr né aðrir hafa skilið þetta bréf svo, sem þeir ætti að bua
til almenna kristnisiðareg’lu, og’ það verðr lieldr eigi skilið á þann
veg (sjá bréfið síðar 368. bls.). En í kóngsbréfi 24. apríl 1598 tíl
höfuðsmanus, er honum skipað rneð ráði beztu manna í landinu að
semja kristnisiðareglu. Magnús Ketilsson segir um þetta bréf,
biskupar og prestar hafi 1592 sókt um og fengið leyfi til að búa ser
til kristnisiðareglu, og síðan Iiafi iiöfuðsmaðrinn, Henrik ICrag, sagt
þeim í bréfi 3. júlí 1594, að nú yrði þeir að verða búnir með hana

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/2/0364.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free