- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Annad Bindi /
357

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

330 VARNARTtlT GUÐBRANDS BISKUPS.

357

vegað, og ef annað er um vogrek, og kemr það ekki við mig).
Hinum öðrum lögunum, sem kallast andleg, vill liann sjálfr ráða,
livað mikið eða litið af þeim skal haldast, sem áðr er sagt.

En þessu hvorutveggja, veraldlegum lögum og andlegum,
slengja nú sumir saman í eitt, og kalla allt landslög, og setja
svo brillur á aðra einfalda, að þeir vita ekki né skynja betr en
svo sé, að kóngr brjóti vor gömul lög, því að þeir kunna ei
að gjöra greinarmun á milli andlegra gamalla laga og veraldlegra,
sem nú er nóg sagt.

En eitt má undarlegast þykja: livar helzt sem þau gömlu
andlegu lögin eru á móti þeim og þeirra vilja, þá kallast þau
rángindi, pápistaskapr og annað verra, svo sem skeði um attausnir
stórbrotamanna, og fyrr var um talað1, en sé þau með þeim, þá
eru þau slétt og rétt, og þá heita þau gömul landslög, &c.

Svo er nú af þessu deginum ijósara, að leikmenn liafa ekki
Par með andlegt vakl, eða nokkra þá hluti andlega (sem kóngr
hofir frá biskupum til sín tekið), nerna þeim sé það sérlega
bí-falað, og þó þeir vili keppa og þræta hér um, þá munu þeir
kom-ast að rauninni, þvi er ei vert að halda kappi um þriðja og fjórða,
Uln kirkjufrið og annað þvílíkt.

Nú of einiiver kastar hér fram: ^ektaskaps sakir dæmdu
biskupar forðum, nú skýtr ordínanzían því til veraldlegs valds".
Því ckki? _ J>að mátti kóngr vel gjöra; en okki heiir hann þar
með öll andleg lög sett til leikmanna. par næst mega menn sjá
°g lesa, að kóngr hefir litlu síðar aðra skikkan þar á gjört, i
þeirri ordínanziu, er kallast Kípr-ordínanzía2. Og þó svo sé hér
1 landi, að i ektaskaps málum dæmi bæði leikir og lærðir, eptir
^irri samþykkt, sem gjörð var á Bessastöðum anno 15553, þá
er það hvergi vísa í Danmörku og Noregi, nema hér, &c.

A þessum sama grundvelli, sem nú er um talað, stendr og
SV0 sá ágreiningr um hálfkirkjurnar. Allir vitum vér, að
bisk-uPar réðu kirkjum fyrrmeir, bæði smám og stórum. Vita menn
lu’að þar stendr: (Biskup vor skal kirkjum ráða, eignum þeirra,

) Sjá að framan bls. 333—335.

J Þ- e. Rípar avtíkular 4. maí 154’2. Lagas. ísl. I., 54.
) þetta er eitthvað blandað málum, því Bessastaða samþ.ykkt 1. júlí
1555 nefnir eigi hjúskaparmál á nafn.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/2/0369.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free