- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Annad Bindi /
361

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

330 VARNARTtlT GUÐBRANDS BISKUPS.

361

Svo lét Saldmon drepa Jóab, þá hann flúði að altari og hélt
sér þar.

Svo hggr nú Móyses kirkjufriðr ekki nema við voðaverk ein,
en engin önnur manndráp, enn síðr við önnur óbótamál og
blóðskammir, sem Guð alvarlega skipar, að þeir skuli missa lifið
fyrir, er slíkt drýgja; og þar fyrir er það illa (og) óvitrlega gjört,
°g þar hafa veraldlegir valdsmenn engan rétt til, að skikka eða
skipa í móti Guðs skipan, hvorld Ólafr kóngr né nokkrir aðrir.
Og að enginn ætli, að Guð muni eptir Móyses dauða liafa tekið
aptr fyrri skikkan, þá ítrekar Guð það sama við Josuam (Jos.
20. kap.).

Hér gæti þeir og að, sem svo fram halda þeim kirkjufrið:
ekki var tjaldbúðin, ekki Salómons mustevi, ekki nokkrar aðrar
kirkjur settar hér til, heldr borgir, kaupstaðir, þángað þeir áttu
að flytja sig með konu og börnum og öllu heimili; því er berlega
rángt, að gjöra ekki greinarmun á milli borgarfriðar og
kirkju-friðar. J>essi borgarfriðr vai’ svo sem mjúlc og hæg útlegð fyrir
Þann, sem óviljandi varð öðrum að skaða; og allt þetta hafði
andlega þýðíng og merkíng, sem nú verðr ei um talað, álika
svo sem sú bistorían, sem Kristr fram setr (Luc. 10) um þann,
sem reisti frá Jerúsalem ofan til Jericho. Hér af mega alUr
skynsamir menn sjá, að með þessu dæmi um voðaverk er enginn
Pápista kirkjufriðr staðfestr fyrir alla illvirkja.

Svo kemr nú Móyses borgarfriðr ekki par við oss, og aldrei
hafa þeir, eð voðaverk gjörðu, þurft að flýja á kirkju hjá oss.

Pápista kirkjufriðr.

Hann heiir sinn uppruna af heiðíngjum, sem voru þeir
sonar synir Herculis, þeir eð óttuðust marga þá, sem Hercules
hafði áðr misþyrmt. jpeir gjörðu fyrst templum misericordiæ í
Athenuborg, og settu þau lög, að þaðan skyldi öngvan draga
mega- Hér eptir breytti sá heiðni kóngr Demetrius, þá hann
bauð Gyðíngum, að Jerúsalems musteri skyldi hafa þessi fríheit
(1- Maccab.).

Af Grikkjum tóku þeir Romulus og Remus þenna sið, sem
fyrst bygðu Rómaborg, að setja þar svoddan griðastaði, að allir
strákar og illgjörðamenn skyldu þar náðast, og drógu þar með
að sér illþýði, í móti landslýðnum, fyrir það frelsi þeim var geíið.

SUkir griðastaðir skálka og illvirkja gjörðust þá víðar, og

Safu u. 24

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/2/0373.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free