- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Annad Bindi /
366

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

366

VARNAHRJT GUDBBANDS BISKUPS.

grein hlýðir alleina um útlegðir og önnur stærri mál í lögbók,
en ekki í kristinrétti, þar biskup átti sekt hálfa, því að með
sannindum er það satt, að þeir, sem komast á kirkju af þeim,
þurftu aldrei að fara af landi eða landsvist að fá, því að kóngr
átti ekki par með þá, nema taka fé þeirra hálft. |>ar fyrír er það
ekki rétt gjört, að blanda og slengja saman lögbók og
kirkjulög-um; það heitir sophistaskapr, til að blinda einfalda, en upphvetja
og vekja hina, sem áðr eru nógu þverbrotnir. En þó svo væri,
að kóngr tæki kirkjufrið af þeim óbótamönnum i kristinrétti, þá
brýtr hann andleg lög þar með, en ekki Lögbók, því að lögin
áttu ekki par með þessháttar menn; en ef þeir vilja gánga i
rétt við kóng, og láta hann með öllu halda gömul lög, þá er ráð
þeir leiti annara ráða.

f>að nú eptir fylgir kemr ekki mér við svofelt, en þó, vegna
míns kalls og embættis, segi eg það satt er fyrir Guði
almáttug-um, og íinn að því, sem ekki er rétt.

Eg hefi opt og tíðum fornumið og heyrt, að það er
ásetn-íngrinn sumra manna, að af taka allt lífsstraff í óbótamálum i
kristinrétti og láta vera eins og i páfadóminum var. Er vel, ef
þeir fá það af kóngi, því at öngvan veit eg að lángar að sjá
þeirra blóð, aumramanna; en hitt er það, sem mig uggir, það fá
þeir aldrei af kóngi, og ekki er mögulegt að þeir diríist að biðja
hans náð þar um. Hitt, það sem eg má vei segja, slíkr
ásetn-íngr og slíkt áform er mjög hræðilegt og voðalegt, og ekki
for-svaranda fyrir Guði og kristilegu yíirval di, og sannarlega, svo sem
Guð er sannorðr og réttlátr, svo mislíkar honum þetta, og slíkt
orkar þeim eins hræðilegs dóms fyrir Guði, að menn vilja svo
litt akta Guðs rétt og hafa ekkert vandlæti guðlegt eptir sinni
skyldu og embætti. Og ef það er, sem sagt er, að þeir hafa
dæmt og samtekið að senda alla þessa óbótamenn fyrir kóng, eða
af landinu, en refsa öngvum, þá sjá allir að slikt er ekki annað
en að samþykkja, samhylla, uppsetja og staðfesta refsíngarleysi í
Iandinu, hórdómum, blóðskömmurn til aukníngar og eflíngar,
þvert í móti Guðs orði og vilja, og í móti kristilegs yfirvalds
margföldum strengilegum bífalníngum, og fylla landit upp með
blóðskammir og óbótamál, livað ekki er annað, en að koma
sjálf-um Guði til að straffa og refsa allt landit, svo sem nú er á komið.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/2/0378.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free