- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Annad Bindi /
372

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

372

VARNAHRJT GUDBBANDS BISKUPS.

lagast sínu eigin slekti, skulu missa lífið, og allt þeirra1 góz skuli
vera fal[l]ið undir oss og krúnuna: þá uppá það, að vorir fyrr
nefndir undirsátar á íslandi ekki skuli útarmastsvo, að þeirra óðul
og erfðagóz skuli undan þeim gánga, þá höfum vér af vorri sérlegri
góðvild og náð vægt og líknað, og nú með þessu voru opnu bréfi
vægjum og líknum fyrr nefndum articulis um óbótamál í þann
máta, að hver, sem eptir þenna dag samlagast sjálfs síns slekti
og með slikum löstum finnast, skulu missa hfið, og hans
lausa-aurar skulu vera fyrirgjörðir undir oss og krúnuna, en þeirra
óðul og erfðagóz skal falla til þeirra löglegra3 erfíngja.
Fyrir-bjóðandi öllum, hverir helzt þeir eru eða verða kunna, sérdeilis
vorum fóvitum og embættismönnum, og öllum öðrum fyrr nefndra
vorra undirsáta á íslandi, hér í mót eptir þenna dag uppá
þeirra óðul og erfðagóz, fvrir þær sakir, sem fyrr nefndr dómr
inniheldr, eptir því sem fyrr skrifað stendr, á að nauðga eðr
for-gang3 að gjöra, eða í nokkurn máta að óforrétta. Undir vora
hollustu og náð. Bréfað á vorum garði Lund, þann 13. dag
Aprilis, ár 1565.

Undir vort signeth"4.

Nú þá stundir liðu fram, og valdaskiptin urðu5, tóku menn
að iðrast alþíngisdóms um lifsstraffið, sáu i gegnum fíngrna,
refstu ekki syndii’ og glæpi eptir alþíngisdómi, tóku fé og
pen-ínga fyrir lífsstraff. IJá skrifaði kóngl. maj. híngað sitt bréf
hirðstjóra og lögmönnum, að þeir skyldu straffá syndir og
skammir, og það bréf hafða eg híngað frá Danmark6; en það féll
undir bekk og sást aldrei síðan. fá kom enn fyrir kóngl. maj.
aptr svoddan agaleysi [og] refsíngarleysi, og sendi hans náð þá
hið íjórða bréf7, svo látandi, sem hér segir: — Bréf um refs-

’) þannig leiðrétt fyrir þetta. 2) leiðr.; lofligra, hdr.

3) þannig hdr. = forfang. 4) Sbr. Lagas. fsl. I, 89.

5) Her verðr að vera átt við böfuðsmanna skipti, en eigi við
konónga-skipti. Páll Stígsson andaðist 3. maí 1566 á Bessastöðum; var þá
Henrik Krag frændi Páls kosinn til hirðstjóra á alþíngi um sumarið
(sjá P. Hist. eccl. III, 7—8; Ann. Bjöms á Skarðsá I, 232; Árb. Esp.
IV, 139). En Priðrekr konúngr annar dó eigi fyrr en 1588.
*) þetta er kóngsbréfið 28. apríl 1571; það er til á íslenzku hjáMagnúsi
Ketilssyni (s. M. K. II, 65—66). Hefir Guðbrandr biskup haft þetta
bréf út með sér um sumarið 1571, þá er hann kom úr biskups vígslu.
7) það er: fyrsta bréfið 29. marz 1560 lil biskupanna Ólafs Hjaltasonar

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/2/0384.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free