- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Annad Bindi /
386

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

386

VAENAKRIT GUBBHANDS BISKUPS.

uppfræðíngu, og að hann hafi kostað alls kapps um, að útrýma
páfavillu og efla sannan kristindóm. Fyrir allt þetta á og
Guð-brandr biskup hið mesta lof sldlið .af hverjum manni; menn geta
aldrei of mjög dázt að atorku lians og ástundunarsemi, að
um-hyggju hans og sannri fróðleiksást, til að efla bókmentir, andleg
fræði og þekkíngu; hann á eigi að eins skilið þakkir fyrir það
allt, er hann hefir sjálfr starfað að bókmentum vortim, og er það
þó ærið mikið, heldr og fyrir tækifæri það og tilstyrk, er hann
veitti öðrum til þess, og þá fróðleiksfýsn, er hann glæddi, og síðan
hefir borið svo ríka ávöxtu. Hjá lionum var Arngrímr lærði, og
slitu þeir aldrei vináttu sína til dauðadags; hjá honum lærðu
þeir forlákr biskup Skúlason, er tók við biskupsdæminu af
honum, og Oddr biskup Einarsson í Skálaholti, er einnig var
hinn mesti fræðimaðr, og eptir hann komu þeir Björn á Skarðsá,
og síðan margir fleiri fræðimenn. J>að er næsta merkilegt, að í
þessari grein, einmitt í þeirri, er hann heflr áunnið sjálfum sér
mesta frægð og landsmönnum sínum bæði gagn og sóma, minnir
hann oss á Jón biskup Arason. Jón biskup hafði fyrstr manna
út híngað Jón prest svenska, Matthíasson, með prentsmiðju, og
setti niðr fyrst á Hólum og síðan á Breiðabólstað í Yestrhópi;
og þar varð Guðbrandr síðan prestr, næstr honum. En þá er
Kristján skrifari hafði látið drepa Jón biskup og þá feðga, og
Danir höfðu gjört upptækar allar eigur þeirra fastar og lausar, þá
var þó prentsmiðjan eptir frálaus, hvort sem hún hefir verið eign síra
Jóns eða Jóns biskups Arasonar og lienni náði Guðbrandr biskup
og bætti; með henni vann hann, og þeir menn, er numið höfðu
prent-list hér, að útgáfum bóka sinna. [Jað mundi Jón biskup hafa sízt
ætlað, að.prentsmiðjan, sem hann hafði útvegað, skyldi verða verkfæri
í höndum manna til að eyða lærdómi þeim, er liann lét sjálfr
iíf sitt fyrir; en þó svo væri, þá inega menn eigi gleyma því, að
hann flutti íyrstr manna prentsmiðjuna híugað til lands, og eigi
er að vita, hvort Guðbrandr hefði sett prentsmiðju á Hólum,
hefði þessi eigi þá til verið; en liefði Guðbrandr biskup eigi
gjört það, þá mundi það hafa lengi dregizt’. Enn á og
Guð-brandr biskup lof skilið fyrir það, er hann lét sér svo annt um
að bæta kjör presta sinna, og að fá aptr handa þeim nokkuð af
eignum þeim, er margar ómildar hendr og konúngsbréf höfðu

’) sjá Ifirkjusögu Finns II, 721; Ui, 226, 373-82, 676 og- 746.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/2/0398.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free