- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Annad Bindi /
387

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

VARNARRIT GUÐHRAXDS BISKUPS.

387

hripsað frá klerkdóminum. það er því eðlilegt, þdtt Finni biskupi
og öðrum, þeim er síðan liafa ritað um Guðbrand biskup, hafi
fundizt, að þeir aldrei gæti lofað hann að maklegleikum, og því
orðið það á, að lialla um of á Jón lögmann, er helztr var þeirra
manna, er áttu í höggi við biskup. En hér er allt öðru máli
að gegna, því hér koma til greina afskipti Guðbrands biskups af
lögum og landstjórn, og því hljótum vér að gjöra að álitum
lögkænsku hans og stjórnvizku. Hér snýr við blaðinu, því hér
kemr Guðbrandr biskup fram sem kjörinn talsmaðr konúngs og
alveldis hans; það er jafnan hans viðkvæði, að konúngr liafi tekið
undir sig alla lögsögu, að hann hafi látið dæma sér allt andlegt
vald, að hann vili hafa öll umráð, og hver vili þá gánga í dóm
við sjálfan konúnginn; hann segir, að lögréttan eigi alls ekki að
skilja um önnur mál, en þau, er standi í Jónsbók, en konúngr
eig’i einn að gjöra um öl] þau sakamál, er áðr voru
lögð í biskups dóm, svo sem voru hjúskaparmál, hórsakir,
fiændsemisspell og legorðssakir, því liann hafi tekið allt
dó msvald kennidómsins undir sig. Guðbrandr biskup
Htilsvirðir auðsjáanlega landsréttindi þjóðar sinnar, því hann
talar um það í skopi, að sér hafi orðið það á, að gánga frámhjá
lögréttunni og fara í konúng, hann svarar og á sama hátt
lög-i’éttumönnum og Iögmönnum, er fóru því fram, að kóngr mætti
eigi lögum breyta nema þeir samþykkti (sbr. 351, 352, 357. bls.
°g víðar), eðr því sem bændr sögðu, að þeir vildi hafa og halda
sínu frelsi (sbr. 358. bls.). Hann verðr þeim mönnum svo ákaflega
i’eiðr, er vilja fella niðr aptr dauðasektina í Stóradómi, að hann
ógnar þeim með Guðs hefndar reiði, og lætr þá skilja, að hún
sé þegar komin yfir landið (sbr. 364 bls. og víðar). IJað er
undarlegr misskilníngr af Guðbrandi biskupi, og það gegnir furðu,
að hann skyldi geta látið sér það um munn fara, að
hjúskapar-mál og öll afbrigði þeirra snerti eigi lögréttuna, síðan Stóridómi’
var háðr og konúngi- liafði staðfest hann, og biskup sá sjálfr, að
lögréttan lagði dóm á þessi mál jafnvol á liverju alþingi. það
er og undra vert, hversu harðráðr löggjafi biskup er, liann hefir
á lopti svipu lögmálsins, en eigi í brjósti sér anda friðarins;
hann vill, að hórdómsmenn se líflátnir, þótt enginn biskup hefði
viJjað það í páfadómi, og þótt manndráparar væri engan veginn
dauða sekir, heldr einúngis útlagir eptir Jónsbók. Guðbraiulr
biskup hefir sannarlega verið því mest ollandi, að lögmeifiiirnir

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/2/0399.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free