- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Annad Bindi /
404

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

404

VARNARRIT GUÐBRANDS BISIiUPS.

mönnum. — 2) Um veraldlegar fjársóknir presta segir konúngr, að
þær skuli fyist sækja í sýslumanns dóm, en nái eigi málið þar
fram að gánga, þá skuli sókn fram hafa á alþíngi. — 3) ,
Kon-úngr vill sjálfr taka þann fjórðúng tíundar, er biskupar áðr
liaft hafa, en hinum þrem fjórðúngum skal skipt með kirkju,
presti og fátækum mönnum, sem að fornu. — 4) Engar skal
biskup sektir hafa, livorki af andlegum málum né veraldlegum,
því konúngr vill þær einn taka; lénsmaðr konúngs skal ylir líta
rentu biskupa, og bresti biskupa, þá mun konúngi’ bæta við þá,
svo þeir þó hafi til dags og nætr". — 5) Afgjald klaustra skyldi
Knútr færa fram svo mjög, sem hann gæti, og semja skrá um
tekjur þeirra. — 6) uKonúngr hefir boðið Knúti Steinssyni að
taka undir konúng allar jarðir þær á Álptanesi og Seltjarnarnesi,
er Skálholts staðr á, en þó skal hann leggja aptr til stólsins
jafn-mikið jarðagóz og landskyldir af öðrum(!) kóngsjörðum"1.

fetta mun verið hafa hið gjörræðisfyllsta konúngsboð, er
nokkru sinni hefir gengið yfir biskupa og klerkdóminn á landi
voru. Konúngr hafði hátíðlega lofað öllum biskupum í hinum
nýja sið: Gizuri, Marteini og Olafi Hjaltasyni, að halda öllum
tíundum sínum, og að síðustu var hið sama enn tekið fram í
bréfinu til Knúts Steinssonar 20. marz 1555, er
Bessastaðasam-þykkt var um gjör; en nú hefst konúngr upp úr eins manns
hljóði, og býðr að taka af biskupum allar tíundir og allan
sak-eyri, þeir skyldu fá ölium prestum jarðir til ábýlis, þeim er enga
höfðu, og enn skyldi þeir halda skóla á sinn kost, og
skólakenn-endr allir taka laun sín af stólsjörðum þeim, er þeim var búið
að leggja, og enn skyldi biskupinn í Skálholti, svo sem til
árétt-íngar, láta í jarðaskiptum allar þær jarðir undan stólnum, er
honum voru miklu haganlegastar og arðmestar; en þó er
bisk-upum boðið í sömu andránni með öðru bréfi, dagsettu sama dag,
að láta eigi af hendi nokkra stólsjörð, hvorki í jarðaskiptum né

’) Um jarðir þessar, og liverjar jarðir Skálholts stað voru aptr í skiptum
greiddar, sjá Finns Hist. eccl. III, 302. Við jarðaskipti þessi óx
kon-úngsvaldið á Bessastöðum fjarskalega mikið, því þá höfðu höfuðsmenn
fengið undir sig nær því allan sjávaríitveg á Suðrnesjum, og til þess
var nú leikrinn gjörðr, er því eigi undarlegt þótt kallað sé „Kóngsnes"
í skipadómi (sjá Lagas. ísl. I, 82), því þá var og Páll Stígsson búinn
að fá allar þær jarðir, er Skálholts staðr átti á Suðmesjum, og fleiri
jarðir aðrar í Gullbríngu sýslu, sem Viðeyjar klaustr hafði átt.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/2/0416.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free