- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Annad Bindi /
407

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

330 VARNARTtlT GUÐBRANDS BISKUPS.

407

ölmusunnar og groinir þær aðrar, sem í kóngsbréfinu stancla, og
hefir ætlað að fá höfuðsmann til að samþykkja hana með sér.
En höfuðsmaðr hefir eigi viljað gánga að þessum kostum, og
fyrir þá sök muii Guðbrandr biskup hafa borið sig upp við
konúng, og tjáð honum, að gjaldið kæini eigi fram. Konúngr
vitaði þá annað bréf höfuðsmanni og biskupi um þetta mál,
endr-tekr hann í því efni fyrra bréfsins og minnir höfuðsmann á, að
féð hafi oigi lcomið fram né nokkur greiðskapr af hans hendi1.
Annaðhvort þá um haustið, er kóngsbréfið kom út um sumarið,
oðr þá snemma um vorið eptir, hefir Guðbrandr biskup kvatt 23
presta í Hóla biskupsdæmi til móts við sig, og ráðgazt, um við
þá, hverja skipan gjöra skyldi á þessu máli, sendi síðan
kon-úngi álitsskjal þeirra. í skjaii þessu segir Guðbrandr, að hvorld
hafi höfuðsmaðr komið sjálfr þángað norðr, né heldr sent
um-hoðsmann sinn nokkurn til fundar við sig, svo að prestafundr
þessi hefir eigi getað síðar verið en um vorið 1574, því bréf er
til eptir Guðbrand biskup til Johanns Bokkholts höfuðsmanns, og
þar nefnir hann i M: Hans, umboðsmann Jóhanns Bokkholts, er
til sín hafi komið að semja um þetta mál af lians hálfu. fetta
hréf er reyndar heldr eigi dagsett, en það hlýtr að vera skrifað
um sumarið 1574, því bæði getr hann um í bréfinu, að konúngr
liafi skrifað þeim tvö bréf um þetta mál, það er 1571 og 1573,
°g í annan stað sé liann nú búinn að senda konúngi sjálfr
bænastað sinn, og biðr hann síðan höfuðsmann að styrkja þetta
mál við konúng og útvega hjá honum staðfestíng gjörða sinna2.
Með því að álitsskjal það eðr samþykkt, er nú gátum vér, er svo
merkiiegt, að tilskipunin 21. marz 1575, um kjör prestanna í
Hóla biskupsdæmi, er eigi annað en staðfestíng þess, þá viljum
vér setja það hér:

uEg Guðbrandr, superintendens Hóla biskupsdæmis,
meðkenn-umst og gjörum vitrlegt, að eptir því minn náðugi herra kóngr

bréfa frá því ári, en sjáift er það eigi dagsett. það er að efninu til
líkt uppástúngura hans, þeira er síðar koma, en þó eigi eins, og hefir
því síðar verið breytt eptir þeim.
’) Sjá kóngsbréf 20. marz 1573, Finns Hist. eccl. Isl. III, 17—18; M.

If. II, 67-69; Lagas. ísl. I, 97—98.
*) Bréf Guðbrands biskups til .fóhanns Bokkholts er í Pinns Hist. ecel.

111, 399—400 bls.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/2/0419.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free