- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Annad Bindi /
427

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

VARNAIIRIT GUÐBRANDS BISIÍUPS.

427

porláks og Ketils, þá var enn góð samkvæmni í millum sakaiaga
Jónsbókar og Kristinréttar. En er Stóridómr kom í stað
saka-laga í kristnum rétti, þá var öll samhljóðan farin, og bar nú
því meira á þessari milclu ósamkvæmni, sem að nú skyldu sömu
inenn dæma um hvorartveggja sakirnar. Eptir Jónsbókar mannh.
1. kap., sbr. 18. kap., var sá, er hafði mann vegið, útlægr, en
kon-úngr tók af fé hans þegngildi, það var 13 merkr, og var hann
því minna sekr en sá, er liórdóm hafði drýgt í þriðja sinn, því
hann varð enda sekari en sá, er vegið hafði skemmdarvíg eðr
gjört níðíngsverk. Er menn því bera Stóradóm saman við
Jóns-bók og Kristinrétt Árna, og athuga, hversu óvinsæll Stóridómr
var og hlaut að vera, þá er engin furða, þótt dómendr og
lög-gjafar landsins reyndi með öllu móti að sneiða hjá honum, fyrst
Þeir gátu eigi vænzt að fá hann af teirinn með nýjum lögum.
£eir leituðust því fyrst við að setja Kristinrétt í stað hans, eðr
opinberar skriptir og lausnir og kirkjúfrið, eins og við hafði
geng-izt öðru hverju þángað til; en er það tjáði eigi, þá tóku þeir
það ráð, að dæma alla á konúngs náð. J>að hefði sjálfsagt
tek-izt að eyða Stóradómi og fá lög, er samkvæmari voru
réttlætis-rilfinníngu og réttarmeðvitund landsmanna, hefði Guðbrandr
bisk-UP eigi verið eins þver og hann var, og svo refsíngasamr, að
hann áleit lögin þvi betri sem þau voru harðari, og það svo, að
aht það tjón, sem ættjörð hans og önnur lönd hefði nokkurn
tíma beðið, væri allt komið einúugis af of mildum lögum, því
Ouð hefði þess vegna í reiði sinni hegnt þeim; hefði hann eigi
að eins það úr íslenzkum lögum, er harðast var, og þess vegna
rángskilið lögin og fært þau úr lagi, hvort sem það hefir nú
vci’iö af fáfræði eðr af því, að honum hafa verið ógeðfelld öll lög
önnur en þau, er voru rituð með blóði; hefði hann virt
meðvit-un,l þjóðar sinuar um lög og rétt, þekkíng lögréttunnar á
lands-lögum, sem var dómþíng og meðfram löggjafarþing þjóðarinnar:
hefði hann metið allt þetta nokkurs hjá einráðum og
gjörræðis-fullum vilja konúngdómsins, að vér eigi segjum jafnmikið eðr
moira. En, því miðr, það var eigi svo, því Guðbrandr biskup
vildi, að landsmenn hefði engan annan vilja en konúngsvilja,
eng-an annan réttílöggjafarmálum en konúngsnáð, áliti allt það
rétt-látt, er konúngi eðr dönskum löggjöfum þætti réttlátt, og því allt
það rángt og að engu hafanda, er forfeðr þeirra liöfðu sett, og
réttarmeðvitundin í bijósti sjálfra þeirra sagði þeim að ætti að

28*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/2/0439.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free