- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Annad Bindi /
441

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

441 - ÖRNEFNI FRÁ AXARFIRÐI AÐ SKEIÐARÁ.



Arnaldstaðir nefnast nú optast Arnildsstaðir eða
Arnhóls-staðir, bær inn í íniðjuin Skriðdal austan megin.

Ketilstaðir bær á miðjum Völlum, austan við Grímsá.

Hrafnkelsdalr gengr suðr úr Jökuldal innarlega; hann
byrj-ar að utan um það bil, er bygð þrýtr nú á Jökuldal.

Skriðudalr er áðr nefndr. |>að er í munnmælum, að
Hrafn-kell hafi áð í nyrðra dalnum, og hafi geit ein af fénaði hans
orðið fyrir, þá íjallið hljóp fram, en komizt af, og dragi
dalr-inn nafn af henni. Sér enn glögg merki, að vestrfjallið
hefir þar hlaupið fram, einhverntíma í fornöld.

Steinkelstaðir1 eru nú í eyði, og vita menn ei hvar voru.

Unaós heitir nú Selfljótsós, og kemr til sjáfar í suðaustrhorn
Héraðsflóa, meðfram austrfjöllunum. ]Jað er mælt, að þar
hafi öll Héraðsvötnin — Jökulsá, Lagarfljót og Selfljót —
fallið í einu lagi til sjáfar í fornöld, og má enn sjá merki
til, að það liafi getað verið svo. par hefir þá verið gott að
leggja skipum inn. Er og enn í munnmælum, að Uni
Garðarsson liafi fest skipi sínu við hamar einn inn með
Sel-fijóti. Sá hamar heitir nú Knör, og lítil þverá hjá
hamr-inum Knarará. En Ós heitir nú bærinn austan við fijótið,
litlu utar en Knörinn, þar sem mælt er að Uni hafi bygt
fyrst.

Hnalækr er nú nefndr Unulækr, á miðjum Völlum, utanvert
við Ketilstaði. Hefir þá Uni numið alla Hjaltastaða-þínghá
Eyða-þínghá og Út-Völluna. því er og sagt, að Brynjólfr
Þorgeirsson, sem nam Skriðdal og Völluna til Eyvindarár,
hafi tekið mikið af landnámi Una Garðarssonar, það voru
Ut-Vellirnir. Unulækr heitir og í Eyða-þínghá utarlega. það
getr ei verið sá, sem Uni nam land til, því sá er í miðju
landnámi hans.

Njarðvík heitir enn vík ein, er gengr vestr frá Borgarfirði
austan Ósafjalla, sem sldilja Héraðsflóa og Borgarfjörð. þar
eru ei nema tveir bæir, hvor hjá öðrum (annar nýbýli).
Eornbýli er þar inn í dalnum; þar liétu Virkisstaðir, og sér
enn til túngarða og fomra tópta. það er nú kallað
Ttra-sel.

) Utg. 1845 liefir: uá Steinrauðarstöðum" eptir beztu handritunum og

elztu, en á „Steinkelsstöðum" er i ýngsta handritaflokknum.
Safn ii. 29

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/2/0453.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free