- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Annad Bindi /
452

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

ÖRNEFNI FEÁ AXARFIRÐI AB SKEIÐARÁ. 452

alla leið frá Felli í Suðrsveit (Fellshverfi) og til Tvískerja —
þíngmannaleið á lengd meðfram Breiðamerkrjökli, og svo
Kvíáraurar þar fyrir utan nálega til Hnappavalla. Vestan
til á Breiðamerkrsandi heitir nú Breiðamerkr-reki. Er
lík-legt, að Breiðársandr hafi verið frá Jökulsá til Kvíár, fyrir
því landi, sem Hrollaugr gaf Jjórði illuga. J>ar upp af hefir
Breiðamörk verið, en er nú komin undir jökul og aura.

Jökulsá heitir enn á Breiðamerkrsandi austarlega. Enginn getr
nú vitað, hvar hún hefir fallið í fomöld, því hún hefir opt
breytt farveg, og nú er þar að eins skammt bil frá jökli til
sjáfar.

Breiðá er líklega hin sama og nú er kölluð Breiðamerkrá,
vest-an til á sandinum, skammt austan við bæinn Tvísker, og
kemr þar fram úr jöklinum; þó verðr nú eigi séð, hvort
á-in hefir runnið þar í fornöld — því jökullinn er fallinn yfir
landið, og vötnin hafa numið af allan jarðveg niðr af
hon-um allt til sjáfar.

Fell við Breiðá. Sá bær og land, sem þar lá til, er nú allt
komið undir jökul og í aura.

Fell eitt stendr upp af Breiðamerkrá lángt inn í jökli og
heitir Breiðamerkrfjall. |>ar eru enn hagar og afrétt, þó
jökull sé allt um kríng. Mun Breiðá hafa fallið öðru
hvor-um megin þessa fjalls, og er líklegt uFell hjá Breiðá", bær
þórðar, hafi staðið undir þessu felli — enda er það enn í
munnmælum.

Tóptafell vita menn nú ei hvar verið hefir, nema svo hafi
heitið fellið fyrir sunnan Kvíá.

Kvíá heitir enn Jökulá, ekki mikil, skammt út frá Tvískerjum,
og hefir hún numið allt land þar umhverfis og fært aur yfir.
(þar heitir Kvígusteinn, sem mælt er að forgerðr hafi leiðt
kvíguna frá).

Iviðjaklettr heitir enn framan við Krossgil (innundir
Skeiðar-árjökli inn frá Skaptafelli).

Jökulfell, svo heitir enn fell inn í Skeiðarárjökli. |>ar á bak
við var Jökulfellsdalr. Segja menn þar væri í fornöld heil
sókn.

íngólfshöfðahverfi er nú kallað Öræfi, eða Öræfasveit, og
hefir það nafn verið til snemma, sem Njála sýnir. J>að er
bygðin sunnan undir og vestan undir Öræfajökli (Hnappavalla-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/2/0464.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free