- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Annad Bindi /
461

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

461 ÖRNEFISI FRÁ AXARFIRÐI AD SKEIÐARÁ.

Hrafnkelstaðir er yzti bær í Fljótsdal undir austrhlíð, innog

suðvestr af Lagarfljótsbotni (bls. 439).
Auðstaðir heitir nú hvergi bær hjá Lagarfljóti, enda er það
bæjarnafn hér rángt í sögunni, því hún nefnir sama bæinn
seinna ýmist Oddstaði (liklega af því að sá, sem bjó þar á
undan Helga, hét Oddr), eða Ormstaði, sem bærinn heitir
enn. í daglegu tali er bærinn nefndr Orstaðir. Fram og
upp af bænum undir hæðunum er haugr, sem heitir
Orms-leiði, eða Ormshaugr. Sér þaðan víða yfir fljótið, en eigi
frá bænum. fessi haugr er þó varla fornmannshaugr, holdr
hlaup úr hæðunum. Enda snýr hann austr og vestr, þvert
móti öðrum fornmannahaugum.
Hafsá er rángt í sögunni, fyrir Hafrsá, eins og bærinn er síðar
nefndr. Svo heitir bærinn enn og er liöfuðból í miðri
Skógasvoit, þriði bær út frá Hallormstað. Áin Hafrsá rennr
skammt innan við bæinn.
Gunnlaugstaðir ofan frá Mjóanesi (sagan hefir
Gunnlaug-arstaðir) er rángt orðað í sögunni; ætti að vera: upp frá
Mjóanesi. Gunnlögstaðir eru enn bygð jörð lítil, út og
upp frá Mjóanesi.
Mjóanes heitir enn höfuðból, niðr af Gunnlaugstöðum, hjá
Lagarfljóti.

As ber enn nafnið — það er kirkjustaðr í Fellasveit — vestan
við Lagarfljót, móts við Vallanes; er opt nefndr i fornum
skjölum itundir Ási", því bærinn stendr austan undir háum
ási, skammt frá fljótinu.
^ugulsá heitir nú enginn bær á Völlum, en verðr að vera sami
bær og Höfði á Völlum, er stendr í hlíð sunnan i háum
höfða, utan við Höfða-á, sem nú er kölluð, en hefir, ef til
vill, áðr heitið Öngulsá. Seinna segir og sagan, að
Hjarr-andi, mágr Helga Ásbjamarsonar, liafi búið á Höfða. J>ar
er og enn, fram og niðr af túni, nefndr Kárahaugr, þar sem
Kári var heygðr.
^ýrar er bær í Skriðdal undir vestrhlíð.
^°irdalsá er rángt í sögunni; á að vera Geitdalsá. Sú á rennr
skammt fyrir innan Mýrar innan úr Geitdal út í Skriðdalsá.
Hún heitir út frá Grímsá.
^ r m s t a ð i r er bær austan við Lagarfljót, gagnvart
Arneiðarstöð-«m, en milli Hallormstaða og Hafrsár. Sá bær er hér fyr

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/2/0473.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free