- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Annad Bindi /
460

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

460 ÖRNEFISI FRÁ AXARFIRÐI AD SKEIÐARÁ.

fcllr í Lagarfljót. Sú á kemr sunnan Eyvindarárdal. það
er sniðdair, sem gengr suðr af héraðsdalnum, og kiýfst hið
innra í marga dali, er fara má til Reyðarfjarðar og
Mjóa-fjarðar. Eitt býli litið er nú inn í Eyvindarárdal, byggt
fyrir skömmu upp úr fornbýlinu þuríðarstöðum. Að öðru
leyti er hann óbyggðr og eigi byggilegr.

Njarðvík; sá bær stendr innan við botn Njarðvíkr. það er
lítil vik, sem skerst vestr af Borgarfirði utan til austan
Os-fjaila (bls. 436).

Gil er enn bygðr bær, yztr á Jökuldal, suðaustan við ána
(Jök-ulsá á brú) og hcitir enn að Giljum.

Bessastaðir er enn bær, skammt inn og vestr af Lagaríijóts
botni, undir vestrhlíð í Pljótsdal. þar er lióll niðr á túninu,
sem nefndr er Bessahaugr. far er mæltað Spakbessi sé heygðr,
en ekki sýnist hólbvot það samt líkt vera fornmannshaugi.
forgerðarþúfa heitir og í Bessastaðatúni. J>ar undir á kona
Bessa að vera leidd. En sagan segir hún héti íngibjörg.
Hvammr er framan við Bessastaða-á, skammt inn frá túni á
Bessastöðum; þar eru fornar tóptir og eru kallaðar
Goða-borgir. Segja munnmælin, að þar hafi goðahús Bessa staðið,
og hafi hann hlaupið yfir ána milli hamra í árgljúfrinu fyrir
ofan hvamminn, er hann geklc til goðahúss. Nú er þar
ó-fært milli. En hamrarnir hafa getað hlaupið siðan i
forn-öld.

Heyrt hefi eg þá sögu, að þá kristni var komin hér á
landi, hafi goðunum úr þessu hofi á Bessastöðum verið
kastað í. Lagaríljót, og rak tvö út með fijóti, sitt á hvort
nes, sem eru nærri því gagnvart hvort öðru og bera enn
nafn eptir goðunum; heitir hið eystra þórnos; það er skammt
út frá Höfða á Yölium, en hitt Freysnes. það er út frá
Hreiðarstöðum í Feilasveit.

Víðivellir hinir syðri kallast nú Víðivellir fremri, skammt
inn frá Víðivöllum ytri, er sagan nefnir i(ena nyrðri". Standa
báðir þessir bæir undir austrhlið í Fljótsdal, móts við
Val-þjófstað. Á seinni tið hafa hinir ytri verið höfuðból, en
hin-ir lítii jörð, því þar i landinu inn frá hefir verið bygðr bær,
Viðivallagerði, dávæn jörð. Með þeim bæ liafa Víðivellir
fremri verið væn jörð.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/2/0472.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free