- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Annad Bindi /
465

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

465 ÖRNEFISI FRÁ AXARFIRÐI AD SKEIÐARÁ.



Urn heiði austr, er þeir Helgi og Grímr fóru til skiptamia
milli Skinnhúfu og Rannveigar, hefir líklega verið vegr sá,
sem nú heitir Lambadalr, J>að er styzti tjallvegr úr
Krossa-vík til Torfastaða.

Torfastaðir er enn bær utarlega í Jökulsárhlíð, næstr hinum
yzta (Ketilstöðum).

Straumr er bær vestan við Lagarfljót, út í Hróarstúngu, skammt
utan við [JÍngböfða.

Norðrfjörðr sama sem Norðfjörðr. Að Helgi kom hér til
I’ojsteins og fórdísar, sem virðast vera sömu hjón, og
sag-an segir fyrr, að búið bafi á Desjarmýri, sýnist benda til
þess, að þau bafiflutzt híngað eptir vígiðBjarnar frá
Snotru-nesi og máiið, sem reis af því og legorðinu.

Sauðarfjörðr er liklega rángt í sögunni, fyrir Seyðarfjörðr,
sem hann nefnist enn (af seyðr == seyði; svo er í kvæðinu:
„Seyðr á flúrum"). I>að nafn fjarðarins er eins títt i
dag-legu tali og Seyðisfjörðr.

^es, í Norðfirði, er enn bær norðan við fjarðarbotninn.

Pannardalr er enn bær, innstr í Norðfjarðardalnum. |>ar veit
eg lengst hafa haldizt lijátrú á líkneskju. Yar heitið á hana
fram á daga þeirra, sem nú lifa, að gofa klút eða þvílíkt
til prýði. f’etta goð er enn í Fannardal, þó nú sé eigi
á-trúnaðr á því. það er trélíkneskja, ekki mikil, og á að hafa
rekið af sjó, og hafi þá flúið tröllskessur, sem mein gjörðu
þar í fjörðunum.

H o f er bær í Norðrfirði, skammt, út frá Miðbæ.

^t þinghöfðum er efiaust sama og uaö pinghöfða" sem fyrr
er getið (bls. 464). uAt JMnghöfðum", sýnist benda til,
að höfðarnir hafi verið fieiri en einn, þar sem þíngið var.
En ekki er nú nema einn liöfði nærri Ivrakalæk, sem
þíng-höfði kallast, og ekki búðatóptir nema hjá þeim eina. En
hálsar eru þar i grend lágir, og mynda endar sumra þeirra
höfða.

Ut yfir háls á Mýrar, er rángt orðað. fað á að vera:
upp yfir háls á Mýrar; því frá Mjóanesi er að fara inn
og upp yfir Hallormstaða eða Mjóanesháls til Mýra.

Um B olúngarvöll. I>að heitir nú Buðlúngavöllr og hefir þar
verið bær, eptir að skógrinn eyddist. Nú eru þar
sauða-hús. J>ar um er rétt leið frá Mýrum til Víðivalla.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/2/0477.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free