- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Annad Bindi /
470

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

470 - ÖRNEFNI FRÁ AXARFIRÐI AÐ SKEIÐARÁ.

þeirra, en er nú týnt) hafa sagt mér sögu um það úr henni.
En goðahús hafa víða verið í sveitum annarstaðar um
Austr-land. Eru þar eigi færri en 6 bæir, sem kenndir eru við
hof, og víða sýndar enn hofstóptir.

Fij ótsdalr (sjá bls. 438—439).

forgerðarstaði r eru nú innsti bær í Fljótsdal, í Suðrdal
vestan við Keldá.

Túnga í Sunnudal uþeim megin ár er Hofs bær stendr". petta
•sýnist að vera eitthvað rángt orðað í sögunni. Á sú, sem
hér er taiað um, er þó líklega Sunnudalsá, því bærinn var
í Sunnudal. Hof stendr og vestan við hana, og
vest-an við Hofsá, sem markar að vestan túnguna milli
Sunnudalsár og Hofsár. Á þessari túngu, Sunnudals
megin, hefir bærinn Túnga staðið. Hann er nú í eyði og
ekkert fornbýii í Sunnudal, svo eg viti, er beri nafnið. Ef
Hofsborg, sem nú er austan til á túngunni, hefði verið tii
í t’ornöid með því nafni, þá hefði réttara verið að Hofsborg
stæði liér í sögunni, heldr en uHofs bær".

Eyvindará (bis. 440).

Sandr hjá SuiiDudais mynni; nú eru þar aurar, er
Sunnu-dalsá fellr í Hofsá.

Eirekstaðir mun vera réttara en hitt, sem neðanmáls er:
Sí-rekstaðir, þó nú heiti enginn bær í Vopnafirði Eirekstaðii’,
og ekkert fornbýli, svo eg viti. pví það sem sagan segir
um ferðir porvarðar læknis, að hann reið frá Eirekstöðum
upp til Hofs, sýnist benda til þess, að bær hans hafi verið
út í sveit, en Sírekstaðir eru í Sunnudal suðaustr frá Hofi.
Og þegar J>orvarðr hitti Koil á heimleið út í Krossavík frá
Egilstöðum, en porvarðr kom frá næsta bæ sínu heimili, er
hann hafði gert að fótbroti mannsins, þá bendir það tii, að
Eirekstaðir hafi helzt verið út í dal, utan við Egilstaði,
aust-an við Hofsá, nema rángt sé í sögunni, að bærinn, þar seffl
maðrinn braut fót sinn, væri næstr Eirekstöðum.

Fáskrúðsbakki í miðju héraði (o: í Hofsárdal), sem sagan
lætr Bjarna tala um eins og ókunnugan forvarði (líklega af
því söguritarinn var ókunnugr þeim bæ) er nú hvergi bær i
Vopnafirði, en hefir liklega verið þar sem nú er fornbýli
ó-nafngreint, á vestrbakka pverár, sem rennr að suðaustan ’
Hofsá, út i miðjum aðaldalnum.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/2/0482.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free