- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Annad Bindi /
496

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

496 - ÖRNEFNI FRÁ AXARFIRÐI AÐ SKEIÐARÁ.

frá Húsá (innan við Skeggjastaði) upp að Hóikná. Skjöldúlfr
bygði bæ sinn í landnámi Hákonar, og reiddist hann Skjöldúlli
fyrir það, er hann bygði jiar að sér fornspurðum, og’ skorar hann
Skjöldúlf á liólm. Skyldi þeir berjast á hólma í Hólmavatni
(það er á Túnguheiði milli Jökuldals og Yopnafjarðar). Hákon
dýrkaði þór; stóð hof hans á felli norðr og upp af
Hákonarstöð-um (það heitir enn |>órfell). |>ángað gelík Hákon hvern morgun
þegar fært var veðr, berhöfðaðr og berfættr. pegar kom að
hólm-stefnudegi, var Hákon snemma á fótum, og gekk til hofsins að
biðjast fyrir, en frosthéla hafði fallið um nóttina, og kól Hákon
á minnstu tá. Af þessu taldi hann sér fótinn stirðan til vígs,
tók sverð sitt og hjó af tána, batt svo um og reið til hólmsins.
þorma sama morgun bjóst og Skjöldúlfr snemma til hólms; hafði
hann með sér skjaldkonu eina, er Valgerðr hét. En sem þau
komu norðr á heiðina, sáu þau þar á einni tjörn 18 álptir
sár-ar. Sagði þá Skjöldúlfr, að skjaldmeyin skyldi gæta álptanna á
tjörninni, þángað til hann kæmi aptr. Síðan reið hann á
hólm-inn og barðist við Hákon. Lauk svo viðskiptum þeirra, að
Skjöldúlfr fell, og heygði Hákon hann þar í hólmanum. Sér þar
glöggt hauginn enn í dag. En það ei að segja af skjaldmey
Skjöldúlfs, að hún elti álptirnar þángað til hún sprakk. Heitir
tjörnin síðan Valgerðarhlaup. Hákon átti bú á Víðihólum (norðr
á heiðinni, upp af Hákonarstöðum); hét sá Brandr sterki, er
varðveitti búið. Einn vetr rak frá Brandi í miklu
norðvestan-veðri 80 geldínga til dauðs fyrir fossana í Gilsárgili, inn og’
vestr frá Skjöldúlfstöðum. Gaukr hét bóndi er bjó á
Gaukstöð-um (það eru nú nefndir Gagrstaðir), hann var hinh mesti smiðr
og skartsmaðr. Eitt haust reið Gaukr með mörgum mönnum til
hofs, og var Brandr sterki í för með þeim. þeir riðu ofan
ept-ir dalnum og yfir Jökulsá á Goðavaði. Meðan þeir riðu vaðið,
stjakaði Brandr hesti Gauks, svo hann rasaði, og blotnuðu
skrúð-klæði Gauks. Af því reiddist Gaukr, og liét að liefna á Brandi.
Vorið eptir snemma riðr Gaukr norðr á Víðihóla og drepr þar á
dyr; Brandr gengr til clyra, og vegr Gaukr hann þar, síðan
kastar liann líkinu i stóra lind hjá bænum; hún heitir siðan
Brandslind.

Brandr var frændi Eiriks, er bygði Eirikstaði (sá bær er
næsta höfuðból inn frá Hákonarstöðum), og var nefndr Eiríkr
morri. J>egar Eiríkr fréttir víg Brands, hyggr hann á hefndir

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/2/0508.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free