- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Annad Bindi /
525

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

ÖRNEFNI OG GOÐORD í RÁNGÁR I’ÍNGI. 525

undr hefði fyrst sel eða útbú á Seljalandi, eptir að hann iiutti
sig að Dal, þá er liklegt, eptir að synir hans komu upp, að þar
hafi orðið sérskild bú. pannig er athugavert með Hafr hinn
spaka: Njála kallar hann náfrænda Runólfs í Dal, og er ekki
ó-líkt hann hafi v’erið sonarsonr hans, og bræðrúngr Runólfs; hann
er talinn einn af virðíngamönnum i brúðkaupi Gunnars, en ekki
eru þó boðsmenn nefndir, að austar hali að komið, en þórir i
Holti og synir hans. Hafr heíir þá verið úngr, líklega um
tví-tugt, því nærri 40 árum síðar kaus Njáll hann í gjörð um
vígs-málið Höskuldai-, og mun hann mjög hafa verið á aldr við
Run-ólf goða. fegar Runólfr lofaði Flosa, að ríða þá til þíngs, sendi
hann eptir Hafri, og kom hann þegar, og held eg því, að Hafr
hafi ekki búið lángt frá Dal, líklegast á Seljalandi, og verið
um-sjónarmaðr hofsins. Hafr hefir verið spekíngr mikill og góðgjarn,
þar Njáll kaus hann í gjörðina, því hinir allir, er hann til nefndi,
voru nafnkunnir höfðíngjar.

Mörðr gígja var annar mesti höfðíngi i Rángárþíngi um
alþíngissetníngu; Is’jála kallar hann son Sighvats rauða. En bæði
Landnáma og Elóamanna saga nefna hann sonarson Sighvats,
eða son Sigmundar. Guðbrandr Vigfússon hefir, í Safni til sögu
íslands, tekið það skýrt fram, að Sigmundr hlyti að vera fyrri
konu barn Sighvats, ef hann gæti verið faðir Marðar, og eg vil
einúngis geta þeirrar athugasemdar, að Landnámu sjálfa greinir
á um móðerni Rannveigar, konu Sighvats; hefði ekki Sigríðr á
Sandnesi verið móðir Rannveigar, og Eyvindr hefði verið
kvong-aðr áðr, og Rannveig verið fyrri konu barn hans, þá kynni
Sig-mundr að hafa verið son Rannveigar og faðir Marðar. En hvort
sem þetta hefir verið eða ekki, þá er líklegast, að Mörðr hafi
verið fæddr kríngum 910, og þá hefir hann verið um tvítugt um
alþíngis setníngu. — £að er hvergi, svo eg viti, gctið um
upp-fóstr eða giptíngu Marðar; en of getur mætti við hafa, þá þykir
mér líklegast, að hann hafi átt dóttur Hrafns lögsögumanns, og
kannske verið upp fóstraðr af honum, því varla er efamál, að
hann hafi lært af Hrafni lögspeki, er hann varð síðar orðlagðr
|yrir; þá getr og verið, að Mörðr liafi snemma farið að taka þátt
í héraðsstjórninni með lirafni, og fljótt orðið héraðsríkr og
stjórn-samr, en Hrafn kannske verið fáskiptinn og hæglátr, þó hann
væri lögspakr; það sýnir góðmennsku hans, þegar hann lét í
burtu af sínu eigin landi öll Oddalönd, til forgeirs, bróður J>or-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/2/0537.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free