- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Annad Bindi /
544

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

544 ÖRNEFNI OG GOÐOltD í RÁNGÁIt I>ÍNGI.

fiam úr honum með hrínginn í hondinni og var í óviti; er í
mæli, að hríngr þessi sé sá sami, og verið hefir í
kirkjuhurð-inni í Skógum, fram á þessa daga. Maðrinn raknaði að sönnu
við, en átti aldrei að verða samr síðan. Ekki sést nú neitt
móta fyrir kistu þessari, en gafl hennar átti líka að vera samlitr
berginu.

Geta má og steins þess, sem Grettishaf er nefndr; hann
stendr neðarlega í Asólfskála-heiði upp frá Holti, og er
landa-merkjasteinn milli Ásólfskála ogHolts; steinn þessi ernær
hnött-óttr, úr blágrýti, yfir mannshæð, og stendr á klapparhól, og þar
á manngjörðum hlóðum úr grjóti. Fyrst á seytjándu öld var
vindaugað milli hlóðasteinanna svo stórt, að tvcir menn gátu
tekið höndum saman undir steininn, en nú eru hlóðasteinarnir
orðnir svo murðir og loptblásnir, að steinninn er næstum siginn
niðr á klöppina. Steinn þessi er bjarg mikið, og ekki
mennsk-um mönnum unnt að lypta því upp á hlóðir, og enn ofvaxnara
að koma því upp á hólinn, liefði það verið að fiutt; snemma á
17. öld kom ágreiníngr um landamerki milli Holts staðar og
Ásólfskála, og þá sögðu gamlir mcnn, er vitni báru um
landa-merkin, að þeir hefði ekki annað heyrt af sér eldri mönnum, en
að steinn þessi hefði verið kailaðr Grettishaf. það er því
lík-legt, að Grettir Ásmundarson hafi lypt steini þessum, eða
hjálp-að til þess, því vorið, sem hann fór úr pórisdal, fór hann suðr
um land og dvaldist í ymsum stöðum, jvá hefir iiann komið til
porgeirs að Holti, og líklega dvalið þar. þá var IJorgeir fyrir
nokkrum árum búinn að taka Björn hvíta frá Mörk, og setja að
Ásólfskála, og þarcð Björn átti landið i Mörk, þá hefir porgeir
fengið honum Ásólfskála land til eignar, og’ útmælt honum
land-ið, og þá hafa fyrst gjörð verið landamerki milli þessara jarða,
því áðr hafa að líkindum búið þar leiglendíngar poi’geirs i
<5-skiptu landi. — pessi landskipti hafa fyrir fám árum gjörð verið
þegar Grettir var á ferð, og hefir þá jporgeir látið hann sýna afl
sitt moð að hefja stoininn, og setja hann á þau nýgjörðu
landa-merki, sem minnisvarða um afl hans, er æ skyldi uppi vera.

Framan í Ijallinu, fyrir austan Seljaland, er
Paradísar-hellir, hérumbil þriggja faðma hátt frá jörðu. Hellirinn er
mcrkr, bæði af því hvað gólf lians er slétt, líkt og hálfslípt
járn-plata, og af því, að þar er nokkuð á liöggið af fornum rúnum.

Á ymsum stöðum hafa fundizt mannabein og aðrir hlutir,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/2/0556.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free