- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Annad Bindi /
570

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

568

ÖRNEFNI í BREIÐAF.rARÐAR-DÖLUM. 570

Miöá; þessi á rennr eptir Miðdala sveit, og hefir sín upptök í
Sökkólfsdal undir Bröttubrekku, og hoitir svo fjall og
þjóð-vegr til Bjarnardals (Sturl. 6,10), er liggr suðr í Norðrárdal.
í liana renna þar fleiri ár og gil: Eeykjadals-á, Túngu-á
og fleiri.

Miðdalir (Kórm. s. 9; Eóstbr. s. 8). Sú sveit liggr frá
út-norðri til landsuðrs, milli Hörðadals og Haukadals, og eru
þeir einn hreppr, með tvoim jörðum í Hörðadal.

Mjósyndi (Laxd. 48). I3að eru þrengsli nokkur á Svínadal, þar
sem sveitir skiptast og vötnum hallar vestr og suðr eptir
dalnum. |>ar stendr svo nefndr Kjartans-steinn, sem er
lirein mótsögn, að liann geti þar átt sér stað eptir sögunni.

Múli (Laxd. 37) sá, er getið er sunnanvert við Lángavatnsdal,
liefir nefndr verið Stafholtshnúkr, og liggr vegr hjá honum
ofan að Grísatúngu.

Norðrsel (Laxd. 48) hétu á Svínadal, þar sem nú heita
Norðr-hólar, og má enn sjá aurmál seljahúsa frá fyrri tíð; þaðan
skyggir ekkort á eptir Svinadal suðr.

Orustudalr (Laxd. 19). Nú heitir liann Orustulág, og er
laut ein í melinn milli Höskuldstaða og Sauðhúsa; hún hefir
haldið nafni frá ómunatíð hinu sama.

Orustuhólmi við Tjaldanes; hann er sem lítill grasblettr í
Hvolsárósi, þar sem hún rennr í Gilsfjörð, skammt fyrii’
neðan Tjaldanes til útsuðrs; sú er alþýðu sögn, en líklegra
þyk-ir, að svo hafi heitið sker það eða hólmi, sem er lítið fyrn’
utan Tjaldanes-oddann sjálfan og lendínguna, og sem þar á
eptir munu hafa verið kallaðir Salthólmar (Sturl. 6,31)-

Ránarvellir (Laxd. 55). Svo heitir sléttlendi vestanvert við
Sælíngsdalsá, gagnvart Stakkagili að austanverðu við hana,
og er kennt við svo kallað Ránargil, sem þar skerst niðr
úr fjallsbrúninni í djúpum gijúfrum. Nú eru veliir þessn
allir sandskriðum orpnir úr gilinu á báðar síður tii árinnar.

Reykjadalr (Laxd. 64; Sturl. 6, 32) er sú sveit í Borgarfirði,
sem iieitið hefir hinn syðri (Lundareykjadalr).

Sauðafell (Laxd. 11). Bær þessi stendr neðanvert undir felh
því, or Sauðafell heitir, stendr framanvert í
Miðdöl-um, og deilir aðaldalnum í tvo dali. Skammt fyrir framan
Sauðafells bæinn eru Erpstaðir, þar sem Erpr hefir fyrs

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/2/0582.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free