- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Annad Bindi /
593

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

593

HIRDSTJÓRA ANNÁLL
JÓNS PRÓFASTS IIALLDÓRSSONAR.

MEÐ FOKMÁLA OG ATHDGASEMDDM

eptir

Guðmund Þorláksson.

jDókmentafélagið befir áður í þessu og öðrum ritum sínum
látið prenta ritgjörðir, sem snertu sögu landsins á seinni öldum,
og munu þær flestar hafa fengið gdðar viðtökur hjá öllum þeim,
sem nokkuð stunda þess þátlar fræði, enda er það einsog við er
að búast. Vér eigum ekki ennþá nema lítið eitt ágrip af sögu
íslands í heild sinni, og það er varla von á meira, meðan
frum-rit frá seinni öldum liggja hrúgum saman óprentuð, ef svo
mætti að oiði kveða. . Eg á hér einkum við fornbréfin, sem
veigamest og áreiðanlegust eru í alla staði og bezt er undirstaða
fyrir sögu vorri frá því Árna biskups sögu lýkur og fram á 17.
öld eða um rúm 350 ár. J>á má og nefna bréfabækur
biskup-anna sem merkilegar í marga staði og fróðlegar, en þær eru enn
óprentaðar; enn fremur annálana fomu, sem ná fram að 1430.
Þeir eru raunar prentaðir flestir eða hagnýttir við prentun, en
M þyrfti að prenta hvern sérílagi, ef vel væri, og mundi þá
mart skýrast í þeim, sem nú er óljóst eða lítill gaumur er
gef-inn. Prentuðu annálarnir munu og ekki vera margra í millum
h&nda af alþýðu á íslandi, og væri því mesta nauðsyn á að
prenta þá upp aptur, þó fornbiéiin og biéfabækurnar ættu sjálfsagt
sitja i fyrirrúmi.

Af sagnaritum seinni alda hefir félagið, einsog kunnugt er,
látið prenta mart, og rutt þannig vel veginn. Biskupasögurnar
yngri eru nú líka fiestar prenlaðar, annáll sira Jóng Egilssonar,
Vl%jörð Jóns Gizurarsonar og fl. Auk þess hefir Jón Sigurðsson
ski’ifað hið ágæta «Lögsögumanna tal og lögmanna», og nú er
Pi’entað fyrsta band af «Sýslumannaæfum Boga 13enediktssonar»,
Se® að mörgu leyti eru nijög mikilsverðar. pannig er þá prentað
ttukið um sögu valdsmanna á íslandi, nema einmitt þeirra, senr

39

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/2/0605.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free