- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Annad Bindi /
618

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

594

HIRÐSTJÓRA. ANNÁLL. 618

Ólafs hirðstjóra og bróður Eysteins — autoris Lilju að eg meina
—, hver að hingað var sendur 1357 generalvisitator. Var þar
um haldinn íjölmennur sáttarfundur í Skálholti næsta dag fyrir
f>orláksmessu, en hver þessi misklíð hafi verið, er ei getið.
Á sama ári sigldi Ólafur hirðstjóri til Noregs og kom ei hingað
aptur, því anno 1354 var hann í Noregi og fór þá úr landi og
með honum Guðmundur Snorrason, bróðir Orms lögmanns;
ætl-uðu þeir til St. Jacobum, svo sem pílagrímar plöguðu á þeim
dögum. En kuggur sá, sem þeir íóru á, týndist með allri
skips-höfn og mönnum. Var sagt, að lík Ólafs og Guðmundar hefði
fundizt upprekin í þýðverskra manna landi í þeim stað, sem
heitir Sjótvinum2), og þar grafnir.3)

ÍVAR HÓLMUK.

Hólaannáll getur tveggja manna með þessu nafni og
auk-nefni, nefnilega ívars Jónssonar Hólms útkomu 1307, sem þá
hafi komið út með kóngsbréf, það kóngsmenn skyldu eignast
hálfan vísaeyri, það er X álnir af hverjum bónda, en áður voru
V álnir. Og við annum 1371 getur sami annáll dauða ívars
Vigfússonar Hólms. En hvorki Skálholtsannáll né aðrir nefna
þennan Ivar Jónsson Hólm, og Hólaannáll aldrei optar, en sagt
er. fó getur ekki þetta einn og hinn sami verið hafa. Kannské
ívari Jónssyni sé auknefnið tillagt af gáleysi skrifarans. En
það er víst, að ívar Vigfússon Hólm var hér hirðstjóri, svo sem

Nokkrir annálar eegja þó, að hún hafi sprottið af því, að Guthormur
nokkur Ásgrírnsson (bróðir Eysteins?) hafi með öðrum leyst
kóngs-fanga úr geymslu Ólafs.

2) í Sjótúnum, Ann. Isl., sem inun réttara.

3) Við þetta er gerð svo látandi athugasemd i hdr.: «ComposteJla er
höfuðborg Galliciœ i Spanien, hvar erkibiskupsstóllinn og akademiet
er; i þessari borg er sagt, að Jakob sé grafinn. Anno 805 var þar
hans kirkja vigð með stórri prakt af Turpin erkibiskupi, og
biskup-inn af Compostella gjörður Primas i Spanien. En 20 árum síðar
út-völdu spánskir Jakob hinn stærra fyrir sinn l’atronum og var þa
byrjað að gera pílagrímsreisur þangað úr ýmsum löndum, og héðan
úr Islandi einninn, því að Björn Jórsalafari fór þangað 1406.
Einn-inn greve Gerhardus bróðir Christiani lta, og dó á þeirri reisu til
Spirito i Spanien 1499». pessi athugasemd er varla eptir
höfund-inn, þó hún sé með sömu hendi og hitt.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/2/0630.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free