- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Annad Bindi /
623

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

594 hirðstjóra. annáll.

623

oýju í uiisfelli, svo hann var af Hjaltlendingum dæmdur á kóngs
náð; kom þó hingað samsumars og var hér hirðstjóri fram til
1360 ásamt binum, sem landið höfðu. Sýnist sem hann hafi
haft Norðlendingafjórðung til yfirráða og gjört þar ýmsar óspektir,
hvar með hann æsti Norðlendinga á móti sér, svo að á þessu
sama ári, þá hann ætlaði að ríða í sýslu sína, söfnuðust þeir
saman við £verá í Vesturhópi nær 300 manns og bönnuðu
hon-um yfirreiðina. Stökk þá Jón undan og suður á land og vogaði
ei að leita á Norðlendinga optar. Á þessu sama ári kom út
Smiður með hirðstjórn; hann hvatti Jón upp á móti
Norðlend-ingum, svo hann fengi hefnt þessa mótblásturs.

Anno 1361 — eður 1362 eptir annara sögn — varð Jón
lögmaður, kannské fyrir fylgi Smiðs, sem ei er ólíklegt, og reið
sama ár með Smið norður í land eptir Pétursmessu. Og sem
þeir komu á Grund í Eyjafjörð, voru þeir þar í hel slegnir af
forlagi Helgu, kallaðrar Grundar-Helgu. Var Jón laminn í hel
með járnreknum kylfum. Skéði þessi bardagi á
Seljumanna-messu 8. júlí um sumarið.1) Jón hefir verið mikill óróa- og
of-stopamaður; var tvisvar dæmdur á kóngs náð, en síðan drepinn.
Hans líkami var fiuttur að Kolbeinsstöðum og þar grafinn. I
sínu testamenti gaf hann Kolbeinsstaða kirkju hálft Lón, sem enn
nú er hennar eign síðan.2)

4. þORSTEINN EYJÓLFSSON.

Hinn fjórði af þessum hirðstjórum var forsteinn Eyjólfsson
frá Urðum og bjó á Víðimýri. Mun bann haft hafa Vestfirðinga
fjórðung til umsjónar. Ættartölur eru óvissar um hann; þær
segja konu hans hafa verið Arnþrúði dóttur Magnúsar
Svalberð-ings hins fyrra, og son þeirra Arnfinn; hans son Eyjólf, sem átt
hafi Snjálaugu Guðnadóttur, Oddssonar lepps; þeirra dóttur
Kristínu, konu Magnúsar forkelssonar yngra Svalberðings, hverra
son að var Jón faðir Jóns lögmanns, Páls á Staðarhóli og þeirra
systkyna. En sumir setja porstein son Eyjólfs Arnfinnssonar,

Grundarbardagi varð 1362, en Jón varð lögraaður árinu áður.
s) Um Jón er talað greinilega i «Lögsögumanna tali og lögmanna»
64.-65. bls. her að framan, og í «Sýslumannaæfum» I 449—52.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/2/0635.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free