- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Annad Bindi /
622

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

594

hirðstjóra. annáll. 622

Anno 1367 sigldi Andres, en nær hann hefir aptur komið
hefi eg ei fundið og ei hans getið þar til 1374,’), nær hann fór
utan á Sunnifnsúðinni. I þeirri ferð forgekk skipið í hafi með
öllum mönnum og áhöfn; druknaði þar Andrés Gíslason
liirð-stjóri. En þar sumir skrifa að hann hafi druknað með Gyrði
biskupi anno 1360, 14 árum áður, getur engan veginn staðizt
og er missögn. Sonur Andrésar sýnist vera Gísli Andrésson,
sem hér 1392 heimti peninga sína af Vigfúsi Flosasyni í
Kross-holti, en Vigfús var fjölmennari og kúgaði Gísla til að gefa sig
kvittan. Mun því Vigfús hafa tekið fjárforráð Gísla í bans
barndómi eptir dauða Andrésar, en Vigfús sigldi 1381, eður
1384 eptir Flateyjarannál2), og er ei hans hingaðkomu getið
fyr en á fyrgreindu ári, hvar fyrir Gísli hefir ei kunnað að
heimta fé sitt fyr. Voru þá liðin 18 ár frá dauða Andtésar
hirðstjóra. J>essi Gísli giptist 1410 Guðrúnu Styrsdóttur, en
maður hennar Snorri Torfason lifði þá og var í Grænlandi. Anno
1428 dö Gísli Andrésson.3)

3. JÓN GUTHORMSSON.

Hann var frá Kolbeinsstöðum í Haukatungum, auknefndur
skráveifa4), hvert auknafn hann hefir vissulega fengið af óróa
og ofsa þeim, sem af honum stóð, þar hann átti jafnan í
stór-mælum, og var honum það ekki ofnefni. Anno 1348 finn eg að
hann hefir verið dæmdur á kóngs náð fyrir einhvern gjörning, á
hverju ári hann sigldi.

Anno 1356 sigldi hann og varð þá birðstjóri hér, sem áður
getur, en um veturinn 1357, þá hann var í Hjaltlandi, féll hann að

resar með hirðstjóm 1367, og getur ekki Orms, en hinir annálarnir
segja flestir, eins og hér er gert, og mun það því líklegra.

’) 1375 eptir Flateyjarannál.

3) 1 annáinum stendur svo: «Vigfuss Flosason i banni ok skriptadi a
pafagard fyrir nog brot".

3) í handritinu stendur svo látandi athugagrein við þetta: -þessi Gísli
Andrésson meina eg sé hinn sarni, sem undir hefir skrifað bréf
Is-lendinga 1419 til Eiríks af Pommern».

’) Hér stendur utanmáls í handritinu með anuari hendi: «Hann var
og kallaður auknefni -garpur». Af Snjótfsvísunum er svo að sjá, sem
Jón hafi verið mesta skræfa.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/2/0634.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free