- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Annad Bindi /
633

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

594 hirðstjóra. annáll.

633

þar sýslu, því það ár var hann á alþingi, og krafði þá Jón biskup
skalli hann til að styrkja kirkjuna og sig á móti óvildarmönnum
sínum, til að ná eignum sinum og hennar af prestum þeim, er
héldu þær á móti hans viija1). Við anno 1410 getur nýi
ann-áll dauða Ólafs Péturssonar, hvort sem það er þessi eður annar,
en þó kann það að standast, að hann sé sami vegna árareiknings.
Fleira hefi eg ei séð um hann né fundið.

ANDRÉS GÍSLASON og ORMDR SNORRASON.

Anno 1366 komu bingað með hirðstjórn Andrés Gíslason,
sem áður er getið og hér var hirðstjóri með þorsteini og Jóni,
og Ormur Snorrason, og dæmdu þeir landið Hákoni kóngi
Magnússyni. Siglingar Orms er fyrst getið anno 1344, en árið
eptir kom hann aptur og Guðmundur Snorrason. Hafði
Guð-mundur hér þá sýslu.

Anno 1359 varð Ormur lögmaður; hans getur Hákon kóngur
í réttarbót við lögbók vora þryktu no. 1. Hvað lengi Ormur
hefir hirðstjóri verið veit eg ekki, og ei hver það hafi verið fram
til þess J>orgautur kom hingað. — En Andrés Gíslason sigldi
1367, sem áður er að lesa, og ekki finn eg Orms getið úr því,
utan hvað Crymogæa segir hann lögmann vera 1370, sem
sam-hljóðar fyrnefndri réttarbót, og sýnist þá svo sem hann hafi
verið í Noregi, þegar réttarbótin var út gefin á hvítasunnu. En
þar stendur að réttarbótin sé út gefin á 20. ári ríkis hans, og
eigi því að skiljast frá því Hákon var settur regent i Noregi af
Magnúsi kóngi föður sínum; þá vill réttarbótin vera útgefin
anno 1364, því Hákon var settur regent anno 1344.2)

um, því ef Ólafur liefir verið tekinn fastur með þorsteini utanlands,
gat hann ekki komið út fyr en 1364, eins og lika er sagt í
annál-um. Ártalið 1365, sem sumir annálar hafa, mun því réttara.

’) Hér er blandað málum, því Ólafur var ekki hirðstjóri 1376. Bréfið
sem hér um ræðir, er enn til og prentað í Hist. Eccl. Isl. (II
213—15). þar stendur aðeins, að Ólafur hafi veiið hirðstjóri (nm
1363), þegar Ólafur erkibiskup gaf Jóni skalla biskupsstól á Hólum
í viðurvist þórarins SkálhoRsbiskups, og þessvegna eigi Ólafur nú
(1376) að styrkja Jón.

5) Réttarbótin var útgefin 10. júni 1375, og Ormur var lögmaður
1359-68 og 1374-75 (sbr. 63.-64., og 69.-70. bls. hér að
framan).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/2/0645.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free