- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Annad Bindi /
686

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

654

hirðstjóiía annáll. 686

Anno 1549, þá Kristján kóngur annar fékk fyrir bón og
moðalgöngu Karls keisara hins fimta mildara fangelsi af
bræðr-ungi sínum Kristjáni kóngi þriðja, var Kristófer Hvítfeldur einn
af þeim stóru fjórum herramönnum, sem færðu hann með mikilli
íeru, þann 17. febrúar, frá hans stranga 17 ára fangelsi í
Sönder-borg til Kallundborgar, hvar Kristján annar hafði síðan furstalegt
hald á meðan hann lifði

OTTI STÍGSSON.

Anno 1544 var íiann bér höfuðsmaður orðinn (ef ekki árið
áður), því þó hann kallist í alþingisdómi lögmanna Eriends
for-varðssonar og þorleifs Pálssonar á því ári kóngsins fógeti, samt
sýnist hann þó hafa fullkominn höfuðsmanns myndugleika hér á
iandi. Af strax nefndum iögmönnum beiddist hann þá dóms á
peningum þeim og fiskibátum, sem fýzkir og Engelskir settu
inn í landið á móti kóngsins befalingu og lögsömdum dómum;
og dæmdu lögmenn a!la þá peninga hálfa kóngsins eign, en
hálfa fógetanum og hans fylgjurum til handa. Ef íslenzldr ættu
part eður helming í þessum [>ýzkra bátum, þá skyldi það
vera sérhvers eign, sem sérhver hefði með lögum að komizt.
Yfir þessum dómi og aðtektum, er fógetinn hafði eptir lionum
gjört, klöguðu hinir þýzku kaupmenn fyrir kónginum Kristjáni
þriðja. Yoru bæði þeir og Otti Stígsson fyrir honum um veturinn,
en hans majestet vísaði þeim hvorutveggjum hingað i land
undir löglegt rannsak og lögmanna dóm á þessu.

Anno 1545 var Otti Stígsson hér á alþingi og kallast þá
af fyrnefndum lögmönnum kóngsins befalingsmaður yfir alt
ís-land i þess árs alþingis dómi þeirra, fyrir hvern hann hafði
þangað stefnt 12 eður 13 útlenzkum kaupmönnum og
skip-herrum. Voru þar bæði þeir og hann fyrir lögmannanna dómi
um þetta mál. Dæmdu lögmenn, en bæði Gizur biskup og allir
fyrirmenn landsins samþyktu: 1. að allir fiskibátar fýzkra, sem

hluta næsta árs eða ekki fyr en 1544. þetta kemur líka bezt heim
við þriggja ára völd hirðstjóra og höfuðsmanna. (Sbr. Hist. Eccl.
II 298).

’) Hvitfeldur gegndi eptir það ýmsnm háum embættum, og andaðist
sem landstjóri i eynni Gotlandi 1559 í borginni Visbý.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/2/0698.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free