- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Annad Bindi /
687

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

654 hirðstjóiía annáll.

687

þeir hefðu látið hér til fiskjar ganga, sem voru 45 bátar á
Suðurnesjum (vide annál séra Jóns Egilssonar 2)), skyldu
fallnir undir kónginn, eptir hirðstjóra Pínings dómi: 2. að
út-lenzkum skyldi engin skreið seijast eptir vikt, heldur eptir tölu
og gildingu, því þeir hefðu svo optlega rofið sína lofun, að fiytja
hingað falslausa vöru og réttan mæli á þeirra tunnum,
kvartel-um og kútungum, og skyldu aldrei meir en 20 fiskar leggjast
ofan á eitt hundrað fiska af samfenginni skreið, að burtlögðum
löngum og fyrirtaksfiskum, sem ei eru kaupmannsvara; 3.
kóng-inum skyldu þeir gjalda venjulegan hafnartoll af hverju þýzku
kaupskipi, 20 gyllini í mynt af gulli eður silfri, en af hverju
engelsku kaupskipi 10 Nobel, og af liverju duggufari, hvaðan
sem það er, 2 Englos 3) kónginum, en kóngsins umboðsmanni eina
tunnu salts og eitt hógsetur bjórs (sic/); 4. öll útlenzk eptiriega
hér um vetur og kauphöndlan var afdæmd og fyrirboðin, nema
þeim einum, sem kóngsins fógeti leyfði hér vetrarveru, til að
samantaka skuldir sínar, og greiða þó fullan toll, 20 gyllini, og
setja engan lilut dýrara um vetur en um sumar, annars skyldi
upptækt alt þeirra fé, og þeir sekir 13 mörkum við kóng;
5. bartskerar mættu hér eptir liggja um vetur með
fóget-ans ráði, þó svo, að þeir græði fólk fyrir billegan betaling, og
fremji engan kaupskap, né hafi skipa útgjörð.

Á sama ári afhenti hirðstjórinn Otti séra Birni Jóns biskups
syni kóngs Kristjáns þriðja úrskurð og bréf um Bjarnanes,
út-gefið á mánudaginn næstan eptir dominicam oculi4) á sama
ári, í hverju hann staðfestir kaup Jóns biskups á Bjarnanesi og
eignum því meðfylgjandi, en kaup Ögmundar biskups skyidi
enga makt hafa.

Hvað lengur Otti Stígsson hafi það sinn verið hér kóngsins
befalingsmaður, eður hvort nokkur annar hafi verið í millum
hans og Lauritz Múle, hefi eg ekki fundið B).

) ]?. e. sjá.

:) Sbr. Safn I 82.

s) Vanalega nefndir engelottar.

4) |>. e. Jn’iðja sunnudag í föstu.

5) Finnur biskup ætlar helztg(Hist. Eecl. II 286), að Otti hafi ekki
komið til íslands 1546, enda er hans að engu getið liér það ár. Arið
eptir er hann aptur á móti á Bessastöðum föstudaginn fyrir Jóns
messu baptistæ og gefur þá Gizuri biskupi kvittunarbréf fyrir að

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/2/0699.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free