- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Annad Bindi /
695

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

695 hirðstjóiía annáll.

670

girnti. f essir herramenn saman kölluðu þangað strax hina helztu
og ríkustu menn úr Norðlendingafjórðungi, andlega og
verald-lega, alla embættismenn og allan almúga, sem þangað gat
kom-izt, og tóku þar á því fjölmenna Oddeyrarþingi á mánudaginn
næstan fyrir Barnabædag af þeim öllum hollustueiða,’.. kónginum
Kristjáni þriðja til handa, hvar um lesa má meðal hollustueiðanna.
Á þriðjudaginn’) þar næstan eptir var Ormur Sturluson að norðan
og vestan og 202) aðrir fleiri he’lztu menn í
Norðlendinga-fjórðungi nefndir af þessum herramönnum í dóm um þær sakir,
sem þeir kóngsins vegna klöguðu til Jdns biskups Arasonar og
sona hans, séra Björns og Ara, og beiddust varna og forsvars
á móti þeirra ákærum, ef nokkur kynni eður vildi svörum uppi
balda fyrir þá feðga, hvort það væri þorleifur Grimsson á
Möðru-völlum vegna eptirlifandi dætra Halldóru dóttur hans og Ara
Jónssonar, eður Jón Magnússon á Svalbarði vegna eptirlifandi
barna dóttur hans’ Steinunnar og Björns biskupssonar, svo
barnanna góz félli ei undir kónginn fj’rir lagabrot feðra þeirra,
séra Björns og Ara. En hvorki þeir |>orIeifur og Jón eða
nokkrir aðrir vildu né voguðu nokkurt forsvar fyrir þau að leggja,
heldur báðu auðmjúklega um vægð og náð, að börnin mættu
nokkurs njóta þeim til árlegs uppfósturs. Varð þar sú
dóms-ályktun, að þeir dæmdu biskup Jón og báða þessa sonu hans,
Ara og séra Björn, vera sanna landráðamenn, og alt þeirra góz
fast og laust fallið undir kónginn, að afteknum öllum löglegum
skuldum og fébótum þeim til handa, sem fyrir skemdum og
vanvirðingum orðið höfðu af þeirra gjörningum ogskipunum, sem
framar má lesa i þessum Oddeyrardómi.

f»á féll mikið jarðagóz undir kónginn eplir biskup Jón fyrir
ntan Bjamanesumboð. Eptir séra Björn 48 jarðir, sem liggja
í Stranda- og Húnavatnssýslum; og eptir Ara 25 jarðir í
Eyja-firði og þar nálægt. Börnum þeirra bræðra til fósturs lögðu
þeir allan belming af lausafé þeirra, sem sjá má af bréfi þeirra,
gjörðu á sama ári, og gengu ekki grant eptir í þeim skiptum,
létu og börnin halda löggjöfum, sem standast máttu. En
qvitt-anzia höfuðsmannsins Páls Hvitfelds er útgefin anno 1553.

Þórunni dóttur Jóns biskups lögðu þeir til uppeldis um
hennar lífstíð jarðirnar Grund í Svarfaðarcial og Ljósavatn, og

’) Á aö vera: miðvikudaginn.
a) pannig hdr., en á að vera 24.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/2/0707.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free