- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Annad Bindi /
696

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

696

hirðstjóiía annáll. 670

var þeim aptur sldlað eptir hennar dauða anno 1594; þó féll
Ljósavatn ekki undir kónginn, því hún var aldrei eign séra
Björns.

Heim til Hóla riðu þessir herramenn og margir Danskir
með þeim, var þar mjög fáment, því alt fólk biskups Jóns var
burt flúið og sumt uppá fjöll. Kannsökuðu þeir þar alt uppi og
niðri. J>eir tóku með sér gullkaleikinn stóra, sem Gottskálk
biskup til lagði, og færðu hann kónginum. Fækkaði þá og um
fleiri dýrgripi Hólakirkju í gulli og silfri,

Um vorið áður var séra Sigurður, Jóns biskups sonur,
kos-inn til biskups á Hólum í síns föðurs stað af flestum prestum
i Hólastipti, og var það kosningarbréf innsiglað eptir fornri
venju af 24 prestum, en þá kosningu samþyktu herramennirnir
ekki, höfðu hatur á Jóni biskupi og hans fólki, meintu að séra
Sigurður mundi falla á forfeðra sinna sið og íeta síns föðurs
fótspor. Herra Ólaf Hjaltason, sem nú kom út með þeim,
skikkuðu þeir til biskups á Hólum, og þorðu Norðlendingar ekki
annað en kiósa og samþykkja hann fyrir sinn biskup, og
af-hentu þessir herramenn honum Hólastað. peir afhentu honum
og opinberlega kóngsins vegna danska biflíu, útlagða eptir doktor
Martini Lutheri þýzku bitlíu, eptir hverri hann skyldi láta
prédika hreint og klárt guðsorð um alt Hólabiskupsdæmi, og
sigldi séra Ólafur aptur með þeim eptir biskupsvígslu. Áður en
þeir sigldu héðan, settu þeir með Otta Stígssyni Pétur
Einars-son, bróður Marteins biskups, kóngsins fullmektugan
umboðs-mann yflr alt ísland það ár. Hvað Otti Stígsson gjörði það ár,
er áður teiknað. Svo friðstiltist allur þessi órói fyrir utan
blóðs-úthelling og stórkostlegt straíí’.

PÉTUR EINARSSON UMBODSMADUli.

Pétur sonur séra Einars Snorrasonar á Staðastað og
Ingi-ríðar Jónsdóttur, systur Stefáns biskups, en bróðir Marteins
biskups, sigldi ungur, framaðist bæði í Danmörku og
£>ýzka-landi og fékk þar þekkingu á Lutheri lærdómi; kom hingað
aptui’ og þénti Ögmuudi biskupi á hans seinni eður seinustu
ár-um og var í góðu gengi hjá honum, hvað biskupi þótti haun sér
illa launa, þá siðaskiptin urðu; gaf sig frá honum blinduin i
þjónustu hans óvildarmanna, Danskra á Bessastöðum; gekk helzt
fyrir því, sem biskupi var helzt á móti, að taka Helgafells- og

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/2/0708.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free