- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Annad Bindi /
698

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

698

HIRÐSTJÓIÍA ANNÁLL. 670

því Gleraugnapétur kallaður. Hélt Hjarðarholt til þess hann
gaf það upp að öllu leyti við bróðurson sinn, séra fórð
Brandsson, anno 1581. Var seinni œaður Ingiríðar
Guðmunds-dóttur, systur Daða í Snóksdal. feirra einkadóttir, Katrín,
gipt-ist Teiti Eiríkssyni í Ásgarði. Um séra Pétur má fleira lesa
meðal presta i Hjarðarholti.

PÁLL HVÍTFELDUll.

Páll Hvítfeldur sýnist af tilnafninu hafa verið ættmaður (ef
ekki bróðir) höfuðsmannsins Kristófers Hvítfelds af aðalsslekti, og
var reyndur að hollustu og trúrri þjónustu við kóngana Kristján
þriðja og Friðrik annan.

Á millum Danmerkur og Noregs ríkja og arfalanda Karls
keisara hins íimta með því nafni, í Niðurlöndunum, var stói’
ófriður (þó ei kæmi það til opinberlegs stríðs) á fyrstu rikisárum
kóngs Kristjáns þriðja, því Friðrik, greifinn til Phaltz, átti
Doro-theam, dóttur kóngs Kristjáns annars, en systurdóttur Karls keísara.
Héldu keisarinn og greifinn, að hún væri réttur erfingi
Dan-merkur og Noregs ríkja, og stundaði greifinn til, með styrk
keisarans, að ná þessum ríkjum undan Kristjáni kóngi þriðja.
En guð sneri því svo, að sá mektugasti keisari Karl hafði
öðr-um stríðum að gegna, svo hann komst ekki til að vaða uppá
kóng Kristján með sinni stríðsmakt, en rán og gripdeildir
spör-uðu hvorugir öðrum.

Á þeim árum 1540 og 1541 var Kláus Hvítfeldur, bróðir
Páls Hvítfelds, sendur af Kristjáni kóngi þriðja með eitt skip,
að flytja iil Danmerkur frá Noregi, á meðal annars, nokkurt
kirkjusilfur, sem á fyrri tíð liafði haft verið til pápískrar
bér-villu brúkunar, en eptir reformationem reiknað kirkjunum óþarft.
fetta skip braktist af stormi undir Holland; var skipið og silfrið
tekið fyrir pris1), en Kláus, sem flúið hafði í nokkra kirkju, dreginn
úr henni, settur í fángelsi; sat þar eitt ár. En Páll Hvítfeldur,
bróðir hans, fekk sér eitt sjóreyfara skip, lagði með það í
Vestur-sjóinn, uppá sjóreyfara vísu, náði þar hollenzku kaupfari og á því
syni borgmeistarans í Amsterdam, Henrici Theodori, hélt honum
herteknum, þar til hann í fangaskiptum fékk aptur lausan K|áus
bróður sinn fyrir þennan boigmeistarason.

’) p. e. tekið herfangi.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/2/0710.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free