Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
HIRÐSTJÓIÍA ANNÁLL.
703
gaf á alþingi á Pétursmessu og Páls Magnúsi Jónssyni fyrir
af-gjald eptir Norðursýslu, sem og í annari qvittanziu, sem hann
á sama ári dag 1. júlí gaf Eggerti lögmanni fyrir afgipt
Helga-fellsklausturs, hverjar eg hefi báðar séð in originali.
Hann hefir verið hér í landi hinn merkilegasti og
nytsam-legasti hirðstjóri, og á þeim tímum hinn helzti og stjórnsamasti
aðstoðarmaður biskupanna, eður svo sem veraldlegur biskup, i
þvi að banna og aftaka pápiska vantrú og bégómlegar hérvillur
en viðrétta og styrkja hreinan Evangelii lærdóm og guðrældlegar
kirkjuceremoníur, og reisti víða um landíð, til að skygnast eptir
hvernig hér fór fram í einn eður annan máta, og útgaf margar
loflegar og röggsamlegar skikkanir, svo sem þessar eru: 1. hans
skipan útgefin anno 1561 dag 21. júlí, á Múnkaþverá, og þá
sömu endurnýjaði hann á Miðgörðum i Staðarsveit á sama ári
dag 10. seplember, í hverri hann alvarlega fyrirbauð, að halda
pávans helga daga, ljósakveikingar fyrir líkneskjum og annað
þessháttar, lagði þarvið sektir og jafnvel kóngsbréfabrot;
fyrir-bauð ólöglegt tíundarhald fyrir prestunum og kirkjunum. 2. hans
skikkan er útgefin á alþingi, dag 2. júlí 1563, um kirkjusiði,
sálmasöng og kristilega hegðan fólksins í söfnuðinum á helgum
dögum, með nákvæmlegri undirvísan við fáfróðan almúga. 3.
iians skikkan, útgefin á Bessastöðum anno 1565 dag 21. júlí,
er alvarleg áminning til allra, að sækja sínar sóknarkirkjur á
iielgum dögum, iðka og læra guðsorð, en hótan stralfs og sekta,
þeim ei vilja bót á gjöra. 4. gjörði hann anno 1563 dag 27.
september á Bessastöðum með ráði herra Gísla biskups
Jóns-sonar og annara helztu manna, sem kunnugastir voru
plássun-nm, skikkun um sóknarkirkjur og sóknir í Snæfellsness- og
Hnappadalssýslum, bæði prestunum og sóknarfólkinu til hægðar,
hvað enn nú við helzt víðast. 5. á sama ári á fingvelli dag 2.
júli útgaf hann sína skikkun um uppeldi fátækra presta,
upp-gefinna, af tillagi af tilnefndum beneficii stöðum. 6. til að aptra
þeim þrálegum og hræðilegum hórdómum og blóðskömmum, sem
her í landinu voru á þeim tímum, og hafði verið allsjaldan
refsað með lífs eður líkams straffi, lét hann, eplir kóngsins
skipan, ganga dóm á alþingi, anno 1563, af hinum vitrustu
mönnum og helztu hér í landi, um straff og sektir á svoddan
opinberum syndum, sem kallaður er Stóridómur, því
saurlifis-fólkinu þótti hann svo strangur; og anno 1564 sigldi
höfuðs-maðurinn Páll með þennan dóm, og kom hingað aptur anno
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>