- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Annad Bindi /
715

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

HIRÐSTJÓIÍA ANNÁLL.

715

hinar ríkari hjálpa, með1) biskupsins ráði, og að vín skyldi ætíð
vera að fá til kaups á dómkirkjunni fyrir fullan betaling. En
kaupið á víninu skyldi vera að vaðmáls alin skyldi 3 fiska kosta.
fað sumar sigldi héðan Jóhann Bucholt, en hans fulimektugur
hér var þá Benedikt Pétursson.

Anno 1574 var Bucholt höfuðsmaður hér á alþingi. En
anno 1576 sigldi hann héðan aptur; þvi að anno 1577 13. apríl
í Kaupenhafn út gaf Eiríkur Árnason höfuðsmanninum Jóhann
Bucholt skriflega forpliktan það hann skuli fyrir næstkomandi
Michaelisme3su afgreiða honum 3000 ríkisdali fyrir sín brot og
yfirsjónir, með öðru fleira. J>á og á nokkrum eptirkomandi
ár-um var Eiríkur Jakobsson hér hans umboðsmaður (svo sem ljóst
er anno 1573 dag 7. ágúst).

Anno 1577 var Bucholt höfuðsmaður á alþingi, og í
lög-réttu beiddist dóms á því, að peningar fyrnefnds Benedikts
Péturssonar (sem þá er dauður) séu ei rétt tíundaðir, og hann’
hefði fest sér 2 konur hér á iandi í senn; hér fyrir hafði
höfuðs-maðurinn alt han3 góz tekið undir sína hönd. Var þá dæmt
alt gózið skyldi virðaat og standa svo í höfuðsmannsins
varð-veizlu, þar til erfingi þess kæmi hingað í larid.

Anno 1578 kom hingað Jakob nokkur Majer með bréf
Kristofers Walchendorphs, til að krefja út alt þetta góz og
flytja út með sér. Var aptur dæmt á alþingi, að svo mikið af
þessum peningum skyldi blífa hér í landinu, sem stæði fyrir
tíundarhaldinu og öllum löglegum skuldum, en hitt anuað af
gózinu mætti erfinginn í frið kaupa afkónginum, fyrir það
Bene-dikt heitinn hefði fest sér 2 konur; hvar um dómsmenn sögðust
engin lög hafa hér í landi.

Anno 1581 var Bucholt höfuðsmaður á alþingi og Jakob
Hannesson hans umboðsmaður.

Anno 1584 var Bucholt höfuðsmaður á alþingi, og gjörði
þar með báðum lögmönnunum, þórði og Jóni Jónssyni,
nefndar-mönuum í Múlaþingi 2 hundruð í þingfararkaup árlega, en 15
aura sekt, ef þeir kæmi ei að forfallalausu. Og alt fram til
1587 hygg eg hann hafi hér höfuðsmaður verið það sinni,
en hvað lengur veit eg eklu. Sériegustu bréf og slukkanir, sem
hann út gaf á þessum árum, eru þessar: 1. staðfestingarbréf

’) Eptir B.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/2/0727.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free