- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Annad Bindi /
741

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

HIRÐSTJÓIÍA ANNÁLL.

741

far á móti landsins vegna lagði helzt forsvar Guðmundur
Há-konarson á pingeyrum við höfuðsmanninn utan og innan
lög-réttu, munnlega og bréflega, þó með auðmjúkri afbeiðslu á
þess-ari afgjaldshækkun; hverri supplikaziu hann gat, þó tregt gengi,
komið á höfuðsmanninn, og fékk þá bænheyrslu árið eptir að
kóngurinn upp gaf þá framfærslu.

Á sama alþingi upp las höfuðsmaðurinn hans alvarlega
be-falingu til alira bæði andlegra og veraldlegra. 1. befalaði hann
biskupunum, próföstunum og presiunum, að þeir skyldu gjöra
þeirra kall og embætti svo sem bæri, eptir kóngl. majestets
bréfum og befalingum, og að þeir skyldu láta upp skrifa, sérhver
fyrir sig, alt sinnar kirkju inventarium með erlegra manna
undirskriptum, láta virða það ónauðsynlega af því og yfirvega,
hvernig það kynni helzt að koma kirkjunum til gagns; þar af
skyldu gjörast tveir genpartar, undirskrifaðir af þeim og tveimur
erlegum mönnum, annar liggja á kirkjunum, en annar afhendast
höfuðsmanninum; þeir skyldu hvorki neina jörð né eigindóm
láta ganga undan kirkjunum, og þar sem nokkuð væri með órétti
frá komið, þá skyldu þeir gefa höfuðsmanninum til vitundar,
svo það kynni með lögum og rétti aptur að innkallast
prestarnir haldi prestaköllunum og stöðunum við forsvaranlega
byggingu og góða hefð og makt; að allar rifnar, brotnar klukkur,
sem liggja á kirkjunum, skyldu þeir út senda til Kaupenhafnar
til að steypast um aptur; að biskuparnir láti upp skrifa alt
kirknanna jarðagóz og eignir, svo og kristfjárjarðir og alla þeirra
máldaga, fundaziur, bréf og eignarskjöl með riktugum
undir-skriptum; þar með að afhenda sér árlega riktugan
reiknings-skap af stólanna og skólanna inntektum og útgiptum, með fleira.
2. befalaði hann lögmönnum og dómurnm öllum, að þeir skyldu
ekki kaupa sér til nokkurt þrætumál eður óuppboðið jarðagóz,
eður það, sem vafi á væri, og að þeir skyldu með stefnur og
fyrirkall haga sér eptir lögum og kóngsins mandatis1). 3.
be-falaði hann öllum klausturhöldurum og kóngsins forléninga
umboðsmönnum að láta upp skrifa alt klaustranna og
kóngs-jarðanna inventarium, gjöra þar af tvo genparta með
sóknar-prestsins og þeirra undirskriptum, og það óbrúkanlega og
ónauð-synlega að láta virðast af dánumönnum, þar með upp skrifa

’) þ. e. skipnuum.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/2/0753.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free