- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Annad Bindi /
745

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

HIRÐSTJÓIÍA ANNÁLL.

745

JENS SÖFFRINSSON.

Eptir Pros Mundt var ekki höfuðsmaður hingað sendur, heldur
var Jens Söffrinsson, sem 7 eður 8 ár hafði hér verið hans
umboðs-maður svo sem hinn kunnugasti þessa lands háttalagi skikkaður tii
að vera hér landfógeti, til að upp bera kóngsins vegna alla afgipt
af landinu, vissa og óvissa, og gjöra fyrir hana árlega skýran
reikningsskap. Hans árslaun skyldu vera 100 rd. en 150
rd. hans kostpeningar fyrir hann og 1 hans þénara. Hans
embættisbréf var út gefið dag 15. jan. anno 1645, var þó eklci
um alþing hér í landi á því ári, því vegna stríðsins komu
kaup-skipin (og þó fáein) ekki fyr en undir haust, og er líklegast
hann hafi með þeim hiugað komið, því hér var hann á alþingi
anno 1646, og þó hann hefði ekki lénsmanns eður höfuðsmanns
nafnbót, samt hafði hanu hér hartnærri höfuðsmanns vald og
myndugleíka, því kóngl. majestet befalaði honum að hafa hér
umsjón yfir réttarganginum og að engum sé ofþyngt eður órétt
gjört á móti lögum og rétti af biskupum, lögmönnum eður
öðr–um. Hann útrétti hér og kóngsins boðskap og erindi eins og
lénsmaður; eins var hann hér metiun og meðtekinn (að fráteknu
höfuðsmanns eður lénsmanns nafninu einasta) og með þvílíkum
myndugleika bauð hann og befalaði eitt og annað, sem sjá má
af hans andsvari í lögréttu anno 1647 upp á kröfu Bjarna
Sig-urðssonar á Stokkseyri, á meðal annars að hann befalaði honum
og erfingjum Vigfúsar Gíslasonar, að standa af kaupi þeirrar
jarðar og ekkert með hana gjöra, undir 4 marka sekt. Og hið
sama bauð hann um öll önnur jarðakaup, sem væru móti
kóngs-bréfinu. Hann var hér bæði sumar og vetur að eg meina, þvi á
alþingi var hann annis 1646, 1647 ogl648; var skýr ogskarpur,
fylgdi mjög að, það lagarétturinn gengi fram, var því haidinn af
sumum strangur og blóðþyrstur. í þessu embætti var hann 4
ár. Síðan varð hann borgmeistari i Kristjánshöfn frá anno 1653
til þess hann dó 1659. Kona hans hét Else Hansdóttir.

HINRIK BIELKE TIL ÖSTERAAT.

Hinrik Bielke var kominn af gömlum norskum aðli, því
sjálfur hafði bann sagt, að Gottskálk biskup á Hólum
Nikulás-8011 og hanti væru af sama aðalslekti. Hann kom hingað fyrst

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/2/0757.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free