- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Annad Bindi /
747

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

HIRÐSTJÓIÍA ANNÁLL.

747

kónginum þeirra meiningu, hvernig það kynni síðan koma
kirkj-unum helzt til góða. Höfuðsmaðurinn sjálfur fyrirbauð þá
skriflega og opinberlega öllum klausturhöldurum og kóngsjarða
umboðsmönnum, að fram færa landskuldirnar eður annað gjald
á kóngsjörðunum: svo og befalaði hann sýslumönnunum, að
koma árlega til alþingis. |>að sumar reið hanu ogsvo norður til
Hóla og þaðan suður Kjalveg í Skálholt og síðan suður.

Anno 1651 auglýsti hann kóngsins missive til sín á samaári dag
10. mai, að lénsmaðurinn sjái vel til, að þetta inventarium seljist
sem dýrast, og meðtaki þá peninga og setji þá upp á rentu hjá
góðu fólku í Danmörku, svo það mætti koma fátækum
presta-köllum á íslandi til viðbætis. Og þar höfuðsmaðurinn fornam
hversu slett hér gengi til um húsagann, beiddist hann skrifiega
á alþingi af lögmönnum og iögréttumönnum að þeir segði þeirra
meiningu, með hverjum hætti hér kynni hentuglega að gjörast
ein skikkun um húsagann, um þann myndugleika, sem
húsbónd-inn tilheyrilega hafa á yfir sínu þjónustufólki; hvar upp á hann
fékk næsta lítið andsvar, að hver forstandugur húsbóndi mætti
aga það með hendi og vendi og pálmastiku.

Anno 1652 kom hann hingað og auglýsti á alþingi tvær
kóngsins fororðningar, út, gefnar á því ári dag 12. maii, um
hospítölin hér á landi, eptir höfuðsmannsins undirréttingu. í
þeirri einu tillagði hans majestet af sínu gózi 4 kostulegar
jarðir, sem biskupamir máttu kjósa sér i hverjum landsfjórðungi
fátæku spítelsku fólki til uppeldis. Yfir þessum hospítölum
skyldu biskupamir hvor í sínu stipti og lögmennirnir hafa
til-bærilega tilsjón, svo hinum veiku bospítalslimum kæmi það
helzt til góða. Hin önnur hljóðaði um: 1. að höfuðsmaðurinn
grenslaðist. eptir, hvað mikið mætti takast af klaustranna
ónauð-synlegu inventario og leggjast til hospítalanna. 2. að
kristfjár-jarðir og ölmusugjafir útlenzkra og innlenzkra mættu þar til
leggjast. 3. nánustu skyldmenni hinna spítelsku vildu þeim
nokkuð til leggja. 4. vildi kóngurinn og svo þar til leggja hvað
gæfist fyrir ektaskaparleyfi með skyldum og mægðum og í
for-Hkunarmálum, þó að kóngsins rétti óforkrenktum eður augljósu
sakafalli. Og upp á það þessar náðuglegu kóngsins befalingar
°g þetta nauðsynlega verk fengi framkvæmd, þá bað
höfuðs-inaðurinn skriflega og upphvatti innilega þar á þinginu
biskup-mn mag. Brynjólf og lögmanninn Árna Oddsson, svo sem helztu
^enn þessa lands, að fram lylgja þessu, kalla alþingismenn til

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/2/0759.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free