- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Annad Bindi /
748

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

748

HIRÐSTJÓRA AÍSNÁLL.

samaus og eptir grenslast með þeirra áfýsi hvað hver fyrir sig
vildi þar til leggja, með öðru fieira, hvar upp á hann vildi fá
aptur greinuglega undirrétting; en hana má sjá í æfisögu mag.
Brynjölfs biskups. Síðan sigldi höfuðsmaðurinn aptur eptir
al-þing. Anno 1653 meina eg hann hafi hingað komið, en anno
1654 kom hann að sönnu, en þó ei fyr en eptir alþing, mætti í
hingaðsiglingunni engelsku stríðsskipi, sem skaut eptir honum
ófriðsamlega, þó svo að ei sakaði hann né skip hans.

Anno 1655 kom hann ei heldur hingað, sendi þó skip, er
koma átti í Seiluna, að sækja afgipt landsins; það sigldi upp á
blindsker fyrir framan Suðurnes á Seltjarnarnes, brotnaði svo
gózið fórst, en fólkið komst af. Kom hann sjálfur ekki hingað
í samfieytt 7 ár, því stríðið milli Danmerkur og Svíaríkis
byrj-aðist skömmu síðar og stóð í þau ár, og hlaut hann þá að vera
í öðrum og stærri ríkisins erindum; samt sendi hann hingað
og lét upp lesa á alþingi anno 1656 kóngl. missive til hans, út
gefið anno 1655 dag 9. mai, í hverju kóngurinn segist
for-merkja almúgans óvilja að leggja nokkuð af sínu til
hospítal-anna; vildi hann því biskuparnir og lögmennirnir með 24 helztu
mönnum á landinu gjöri eina skikkun, það almúginn eptir
efn-um og jöfnuði til leggi þeim nokkuð, hverja kóngurinn síðan
vilji staðfesta. Höfuðsmaðurinn lét og auglýsa, það hann ekki
eitiasta vilji fyrir sína persónu nokkuð þar til leggja, beldur og
til sjá, að íslauds kompagnie og þeirra kaupmenn, fólk og
skip-herrar gefi þar til.

Anno 1662 var höfuðsmaðurinn Hinrik Bielke sendur hingað
til að taka af landsins innbyggjurum einvalds arfhyllingareiða,
Friðriki kóngi þriðja til handa. Kom hann hingað ekki fyr en
þann 12. júlí, tók bann því þessa trúskapseiða sjálfur á
Kópa-vogi þann 28. júlí, um hverja lesa má annarsstaðar. par niður
setti hann og sætti klögumál Torfa Erlendssonar, sýslumanns í
Árnessý6lu, til lögmanns Árna Oddssonar, fyrir Vatnsleysudóm
anno 1660, í hverjum lögmaður dæmdi Torfa frá æru og
em-bætti og hans forléningum fyrir Ijót orð á alþingi töluð. JEn
fyrir undirréttingu J>ormóðar sonar Torfa gaf kóngurinn honum
aptur bans æru og forléningar.

Á þessu Kópavogs eiðaþingi tilbauð höfuðsmaðurinn, eptir
kóngsins forlagi, öllum íslendingum, andlegum og veraldleguin,
að þeir skyldu eptir tiltölu og jöfnuði saman leggja eiua peninga
suinmu, til að kosta upp á, að halda eitt danskt orlogsskip, til

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/2/0760.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free