- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Annad Bindi /
753

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

HIRÐSTJÓRA ANNÁLL.

753

Anno 1657 kom Tómas fógeti út aptuv eptir alþing, en
anno 1660 sigldi hann héðan með konu sína, og báðu fáir
þau aptur koma. Bæði voru typpilsinnuð og stórlynd, gekk hún
þó yíir hann.

Anno 1662 komu þau hingað aptur með höfuðsmanninum,
varð Tómas þá hans fógeti í annað sinn. Margrét dó á
Bessa-stöðum um haustið, hvar fyrir hann sigldi anno 1663, og kom
út fyrir alþing sumarið eptir, giptur aptur Elínu Pétursdóttur.
fann vetur sat hann hér, stundaði mjög fjáiaíia og skipa útveg
sem hanu kunni; þótti þá mörgum yfirgangur hans ærið
mikill.

Anno 1665 dag 22. mai fór hann frá Bessastöðum á stórri
danskri róðrarskútu, er hann átti, við 7. mann; fóru sumir af
þeim nauðugir, ætlaði að fara sjóleiðis að Einarsnesi í Borgarhrepp
og þaðan landveg vestur á Arnarstapa, að taka Stapaumboð
af Matthíasi Guðmundssyni og afhenda það Kristoffer Boer
eptir höfuðsmannsins tilskipan. Var veður fyrst gott, en þá leið
á daginn, gjörði vind með skúrum; sást af Kjalar- og
Akranesj-um til siglingar skipsins, þar til, nálægt Melhólma, menn sáu
af landi, að skipið hraktist fiatt; var strax farið að bjarga skipi
og mönnum, en þeir ailir voru þá forgengnir. Lík Tómasar
fanst eptir alþing hjá Skipaskaga á Akranesi, var grafið á
Bessa-síöðum; hörmuðu hann fáir; þó mannparta hefði, samt niður
kæfðu fédráttur, ofstopi og ótrygð þá. Kona hans Elín gaf 20
ríkisdali Garðakirkju á Akranesi, því heitið hafði þvi þeirri
kirkju, i hverrar sókn lík hans fyndist.

IIi. Jóhann Pétursson Klein þénti íslands kompagnie
vestur á Arnarstapa fyrir undirkaupmann eður eptirliggjara; vatð
síðan hér tvisvar fógeti höfuðsmannsins. Hans fyrra embættisbréf
varút gefið í Kaupenhafn anno 1660, dag26. marz. Kom hingað
á þvi sumri og sat hér sumar og vetur, til þess hanu sigldi
héðan anno 1662. í annaðsinn varð hann hér fógeti eptirdauða
Tomæ Nicolai; það bréf er út gefið í Kaupenhafn anno 1665,
dag 22. nóvembr.

Anno 1666 fór hann ekki út hingað vegna þess hættulega
engelska striðs, en sendi sinn umboðsmann, Jakob Benediktsson,
sem síðar fékk Snæfellsnessýslu og Arnarstapans umboð.

Anno 1667 kom hann hingað eptir alþing með Otte Bielke,
sigldi aptur á stríðsskipinu um haustið. Sömuleiðis anno

49

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/2/0765.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free