Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
HIRÐSTJÓIÍA ANNÁLL.
759
biskupinum mag. Vídalín, þó Beyer byðist eptir kontraktinni þar
til; samt á meðan hún var ekki konfirmeruð af
stiptbefalings-manninum, þá vildi biskup ekki meðtaka liann til meðdómara
með sér. Á þessari synodo dæmdi biskupinn nokkra presta að
austan til fjárútláta. en vicelögmaðurinn Oddur bannaði þeim að
gjalda, á meðan stiptamtmaðurinn befði ekki samþykt þá
biskups-ins dóma; og hér af spanst fyrst óeining í millum hans og
biskups Vídalíns; jókst þó á Narfeyri anno 1713 heima hjá
lög-manni inter pocula, hvar af varð málavafstur í millum þeirra.
Anno 1713’var Páil lögmaður Vídalín stefndur fyrir margar
sakir fyrir yfirréttinn, og dæmdu hinir fullmektugu hann frá
lög-manns embættinu. En þeim dómi fékk hann stefnt fyrir hæsta
rétt, hvar fyrir Oddur lögmaður sigldi anno 1715, bæði sín
landfógetans og sinna meðdómsmanna vegna, upp á þá
utan-stefnu. Og setti hann hér á meðan sinn fullmektugan í
stipt-amtmannsins erindum Lauritz Hansson Scheving, sýslumann i
Vöðluþingi, og presideraði hann í synodo generali með
biskup-inum mag. Vidalin anno 1716. Hann skikkaði þá og Benedikt
þorsteinssyni, sýslumanni í fingeyjarþingi, að sitja í
lögmanns-sæti í norðanlögréttuuni á alþingi, því Oddur lögmaður kom
ekki út aptur fyr en eptir alþing, og hinir fullmektugu
dæmd-ust af hæsta rétti skyldugir að borga Páli lögmanni
málskostn-aðinn með 300 ríkisdölum.
Á hinum seinni fullmaktarárum þeirra gekk hér margt
öfuglega til, ekki sízt um veitingar á prestaköllum og
forléning-um; hvað annar af þeim veitti þessum, það veitti hinn öðrum,
svo sem Helgafell, Breiðabólstað í Eljótshlíð, Borgarfjarðar
jarðir, Húnavatnssýslu. Landfógetinn Beyer veittiPáli lögmanni
Dala- og Strandasýslur; það mislikaði Oddi lögmanni, fékk af
lögmanni Vídalin að gefa upp Dalasýslu við sig, en
Stranda-sýslu við Orm Daðason, en gaf upp aptur við hann hálft
Arnar-stapans umboð og hálfa Snæfellsnessýslu, lofaði þó að hafa þar
sjálfur lögsögn alla og alt ómak í umboðinu og svara
afgiptun-um. En lögmaður Páll skyldi uppbera hjá sér 135 vættir í
kaupmannsreikningi, hvað Páli þótti bregðast; þá kom að
skulda-lúkningum, og urðu þar af klögumál og ágreiningar þeirra á
millum; þótti þá margt ganga svo sem á tréfótum, en þeir sem
vanhaldnir þóttust, sóttu eptir að rétta hluta sinn, þá amtmaður
Euhrmann kom hingað,
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>