- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Annad Bindi /
764

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

764

HIRÐSTJÓRA AÍSNÁLL.

undirlagi fógetans Heedemanns tilsagði amtmaðurinn Miiller, að
halda uppi straffs áleggingunni, og sýslumanninum Rögnvaldi
Sig-mundssyni, að geyma þennan fanga til árs, hvað hann og gjörði.
En anno 1691 kom hingað kóngl. skikkun af dato 5. mai sama
árs, að þessi Klemens skyldi æfinlega útlægur af landinu. Dó
hann veturinn eptir í Kaupenhafn úr sótt; síðan hefir enginn
hér í landi verið brendur eður líflátinn fyrir galdur, hvað hér
skeði þó opt áður og stundum árlega, helzt um næstu 30 ár
eður lítið lengur.

Með biskupinum mag. fórði og amtmanni Múller var góð
vinsemd svo lengi sem Heedemann var hér í landi, eður frarn
til anno 1693, en snerist þá til sundurþykkju og óvildar af
for-tölum annara, sem sér til gildis vildu fram halda bjá
amt-manni, en öðrum til niðurdreps; og spanst helzt af flækjumáli
séra Jóns Jónssonar í Hítarnesi, hvers uppruni var, að anno

1691 í lögréttu afhenti Magnús Hrómundsson, sýslumaður í
Hnappadalssýslu, amtmanninum eitt bréf, tilskrifað
drottning-unni í Danmörk Charlotte Amalie, með utanáskript á þýzku og
3 frábreytilegum signetuin innsiglað, hvert sýslumanninum hafði
verið afhent þann 5. maii á Hrossholti á þingi, fundið í
flæðarmáli í bikuðum tréstokk, svo sem af sjó upp reknum;
saman kom yfirvöldunum, að það væri opnað upp á hollustu við
kóngl. majestet, ef í því fyndist eitthvað, sem hér í landi þyrfti
upp á það að undirréttast. Braut því amtmaðurinn þar opinberlega
upp það eina innsierlið, landfógetinn hitt annað, en lögmennirnir
báðir hið þriðja. Var þetta supplicazia á þýzku til drotningarinnar
um prestakallið Hítardal, sem þá var liðugt, og þar undir
skrif-aður Jón Jónsson prestur í Hítarnesi. fótti þessi fyrirtekt
fá-heyrð og meðferð bréfsins óvirðugleg, þar svo háborin persóna
átti í hlut. Samt mátti prestur, fyrir tillögur góðra manna,
af-koma3t með hægu móti við amtmanninn, svo ei færi lengra,
hverju hann einráður og stórgeðja sinti að engu, hvar fyrir
amt-maðurinu lét Magnús Hrómundssou sýslumann um haustið

1692 stefna séra Jóni um þessa þýzku supplicaziu til
presta-stefnu f Miðgörðum i Staðarsveit fyrir prófastinn í
Snæfellsnes-sýslu, séra Ásmund Eyjólfsson, og sendi þangað á stefnustaðinn
sinn fullmektugan, Jón Eyjólfsson, sýslumann í Kjósarsýslu, til
saksóknara í móti séra Jóni. Magnús stefndi, en misskrifaði
undir stefnucopiuna (sem hann afhenti presti) amtmannsins
nafn: Krian fyrir Kristján, Múller, hvar undir stefnuvottar hans

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/2/0776.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free